spot_img
Tuesday, May 13, 2025
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDaniel Cormier og Chael Sonnen verða næstu þjálfarar TUF

Daniel Cormier og Chael Sonnen verða næstu þjálfarar TUF

Það er ljóst hverjir verða næstu þjálfarar í The Ultimate Fighter þáttaröðinni þar sem bardagamenn berjast um samning við UFC-bardagasamtökin. Á meðan UFC 311 stóð var tilkynnt um þessa tilhögun en þeir Cormier og Sonnen halda úti skemmtilegu hlaðvarpi sem heitir góði gaur vondi gaur og verður gaman að sjá hvort það marki nálgun þeirra við bardagamenn.

Oft eru þjálfarar í TUF bardagamenn sem enda á því að berjast í lok þáttaraðarinnar en það verður augljóslega ekki að þessu sinni, enda báðir Cormier og Sonnen búnir að leggja hanskana á hilluna. Á meðan á útsendingu stóð áttu þeir orðaskipti í kjölfar tilkynningar um að þeir væru andstæðingar í TUF. Skemmtileg ára yfir þeim félögum og má reikna með skemmtilegri seríu þegar þeir þjálfa.

spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Mest Lesið