Friday, September 20, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDaniel Cormier um mögulegan bardaga gegn Brock Lesnar

Daniel Cormier um mögulegan bardaga gegn Brock Lesnar

Daniel Cormier var hæstánægður með sigurinn á Stipe Miocic í gær. Cormier er meðal bestu í sögunni með sigrinum og er spenntur fyrir mögulegum bardaga gegn Brock Lesnar.

„Ég er meistari. Ég er einn af bestu allra tíma og ég elska Demetrious Johnson og Georges St. Pierre, það verður einn af okkur þremur sem er sá besti allra tíma,“ sagði Daniel Cormier á blaðamannafundinum í gær.

Cormier er núna meistari í léttþungavigt og þungavigt eftir sigurinn á Stipe Miocic. Hann mun nú taka sér frí með fjölskyldunni áður en hann tekur ákvörðun um framhaldið en mun líklegast næst verja léttþungavigtarbeltið.

„Ég er á þeim tímapunkti að það er erfitt að berjast við Curtis Blaydes [áskorandi í þungavigt]. Ég veit ekki einu sinni hver væri næstur í léttþungavigt ef ég á að vera hreinskilinn. Kannski berst Gustafsson vel í ágúst en síðast þegar ég barðist við hann græddum við ekki neitt,“ sagði Cormier um framhaldið.

„Gustafsson er með alla þessa aðdáendur en enginn kaupir bardagann. Á ég að fara í algjört stríð og fá mun minna greitt? Ef ég berst við Brock Lesnar fæ ég vel borgað. Ég vil því taka bardaga sem henta. Ég gæti farið aftur niður í léttþungavigt og beðið eftir Brock. Ég gæti barist í nóvember og svo aftur í mars og sagt þetta gott.“

Hinn 39 ára Cormier ætlar að hætta í mars á næsta ári þegar hann verður fertugur. Planið virðist því vera að taka einn bardaga í nóvember og svo síðasta bardagann á ferlinum í mars en það yrði sennilega bardagi gegn Brock Lesnar. Lesnar á enn eftir að afplána 6 mánaða keppnisbann eftir fall á lyfjaprófi og getur því sennilega ekki barist fyrr en á næsta ári.

Uppákoman í búrinu í gær með Brock Lesnar hefur verið gagnrýnd af aðdáendum og ekki síst af bardagamönnum.

„Fólk segir að þetta hafi verið sviðssett og við séum vitleysingar en það er í góði lagi. Haldiði áfram að vera blankir. Þú ert með mann eins og Brock Lesnar og ætlar ekki að gera eitthvað klikkað? Brock er fjölbragðaglímumaður, hann er í gervi bardögum. Ég mun því taka þátt í gervi bardögum þar til ég má kýla hann. Fólk getur sagt að þetta sé sviðsett og að fólk vilji ekki horfa á þetta. Þessir sömu menn fara í viðtöl eftir bardaga og segjast bara ‘vera til í að berjast við hvern sem er sem, UFC ræður því’.“

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular