0

Darren Till: Gunni vill sanna að hann geti unnið mig og ég virði það

Darren Till var í enn einu viðtalinu á dögunum. Þar talaði hann um mögulegan bardaga gegn Gunnari Nelson og Stephen Thompson.

Bardagakvöldið í London þann 17. mars skortir enn aðalbardaga. MMA aðdáendur á Englandi vilja helst sjá Bretann Darren Till en Till hefur ekkert heyrt frá UFC um bardagakvöldið í London. Hann vill gjarnan berjast í London en leggur þó meiri áherslu á að fá réttan andstæðing.

„Ég vil vera á London bardagakvöldinu en vil helst fá Stephen Thompson. Mér er sama hvar ég þarf að berjast við hann. Ég fer hvert sem er fyrir þann bardaga, í hvaða búri sem er, hvar sem er í heiminum. Hann er sá besti standandi og ég vil sanna að ég sé sá besti,“ sagði Darren Till við MMA Fighting.

„London verður ennþá þarna eftir 10 ár. Aðdáendur munu sjá mig í London einn daginn. Ef UFC vill bóka mig annars staðar gegn Thompson, eða í aðalbardaganum í London, mun ég taka því.“

Gunnar Nelson hefur sagt að hann vilji mæta Darren Till eins og hann lét eftir sér í The MMA Hour í síðustu viku. Till útilokar ekki að mæta Gunnari.

„Gunni kæmi vel til greina líka. Hann er frábær bardagamaður og vill sanna að hann geti unnið mig. Ég virði það. Hann sagði heldur ekkert ruddalegt um mig. Eins og ég hef áður sagt veit ég að ég gæti unnið hann en ef það er bardaginn sem UFC vill þá skulum við klára þetta.“

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.