spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxDarren Till hitar upp fyrir Tyson vs. Paul

Darren Till hitar upp fyrir Tyson vs. Paul

Fyrrverandi UFC bardagamaðurinn frá Liverpool, Darren “The Gorilla” Till, mun þreyta frumraun sína í atvinnu hnefaleikum á fyrsta hnefaleikaviðburði Netflix þar sem Mike Tyson og Jake Paul mætast í aðalbardaga kvöldsins.

Till mun mæta Julio César Chávez Jr. sem er með atvinnu hnefaleika record´ið: (53-6-1) og er fyrrverandi WBC millivigtar meistari.
Hann er að sjálfsögðu sonur hins samnefnda goðsagnakennda boxara sem á metið yfir flestar heimsmeistara titilvarnir, 27 talsins.

Till segist vera mikill aðdáandi feðganna beggja en þrátt fyrir þá miklu virðingu sem hann ber fyrir andstæðingi sínum segist hann ætla að rota hann í 1. lotu. Till sagðist einnig hlakka mjög til að þreyta hnefaleika frumraun sína á Tyson vs. Paul viðburðinum sem hann kallaði stærsta viðburð okkar kynslóðar.

Chávez Jr. hefur áður barist við fyrrverandi UFC bardagamann en það gerði hann gegn Anderson Silva 2021 sem sigraði hann á klofinni dómaraákvörðun. Hann barðist einu sinni eftir það, undir lok árs 2021, og er því að snúa tilbaka eftir rúmlega tveggja og hálfs árs fjarveru. Hann segist spenntur að endurskilgreina sig sem einn af þeim bestu og sagðist vilja sanna að hann gæti aftur orðið meistari.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular