spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDarren Till kannast ekkert við bardaga gegn Gunnari í London

Darren Till kannast ekkert við bardaga gegn Gunnari í London

Darren Till segir að sér hafi ekki verið boðið að berjast við Gunnar Nelson á UFC bardagakvöldinu í London í mars. Till kannast ekkert við bardagann og er með hugann við Stephen Thompson.

John Kavanagh sagði á Twitter í gær að UFC hefði boðið Gunnari að berjast við Darren Till í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu 17. mars. Samkvæmt heimildum MMA Frétta samþykkti Gunnar bardagann og var beðið eftir samþykki Till.

Það virtist einungis vera tímaspursmál hvenær Till myndi samþykkja bardagann enda hefur hann oft sagt að hann sé tilbúinn að berjast við hvern sem er, hvar sem er og hvenær sem er.

Nú segir blaðamaðurinn Chamatkar Sandhu, sem telst áreiðanlegur, að Till hafi ekki fengið boð um að berjast við Gunnar.

Samkvæmt Sandhu var Till aldrei boðið að berjast við Gunnar. Till segir að eini bardaginn sem hann hafi fengið á sitt borð var bardagi gegn Stephen Thompson in April.

Þetta er allt hið undarlegasta og verður það að teljast ljóst að Till hefur ekki áhuga á að berjast við Gunnar á þessari stundu. Gunnar er í 13. sæti á styrkleikalistanum á meðan Thompson er í 1. sæti á eftir meistaranum Tyron Woodley. Sjálfur situr Till í 7. sæti styrkleikalistans.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular