Darren Till segir að sér hafi ekki verið boðið að berjast við Gunnar Nelson á UFC bardagakvöldinu í London í mars. Till kannast ekkert við bardagann og er með hugann við Stephen Thompson.
John Kavanagh sagði á Twitter í gær að UFC hefði boðið Gunnari að berjast við Darren Till í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu 17. mars. Samkvæmt heimildum MMA Frétta samþykkti Gunnar bardagann og var beðið eftir samþykki Till.
So @ufc have offered @GunniNelson v @darrentill2 main event #UFCLondon we’ve agreed so hoping to hear confirmation soon ?how do you guys like the match up? I’m reminded of the Thatch fight, big strong striker but I think Till is tougher challenge. One way to find out… pic.twitter.com/b7U81FpzBf
— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) January 24, 2018
Það virtist einungis vera tímaspursmál hvenær Till myndi samþykkja bardagann enda hefur hann oft sagt að hann sé tilbúinn að berjast við hvern sem er, hvar sem er og hvenær sem er.
Nú segir blaðamaðurinn Chamatkar Sandhu, sem telst áreiðanlegur, að Till hafi ekki fengið boð um að berjast við Gunnar.
I spoke to Darren Till this morning who told me the UFC haven’t offered him the Gunnar Nelson for the #UFCLondon main event. Then we also have this Instagram post from Michael Bisping.https://t.co/63a2rlRtqA pic.twitter.com/YoXQrpIYzz
— Chamatkar Sandhu (@SandhuMMA) January 25, 2018
Samkvæmt Sandhu var Till aldrei boðið að berjast við Gunnar. Till segir að eini bardaginn sem hann hafi fengið á sitt borð var bardagi gegn Stephen Thompson in April.
Till told me the only offer he’s had so far is / was Stephen Thompson for a main event slot on an April card.
— Chamatkar Sandhu (@SandhuMMA) January 25, 2018
Þetta er allt hið undarlegasta og verður það að teljast ljóst að Till hefur ekki áhuga á að berjast við Gunnar á þessari stundu. Gunnar er í 13. sæti á styrkleikalistanum á meðan Thompson er í 1. sæti á eftir meistaranum Tyron Woodley. Sjálfur situr Till í 7. sæti styrkleikalistans.