Wednesday, April 17, 2024
HomeErlentDarren Till og Tyron Woodley ná vigt

Darren Till og Tyron Woodley ná vigt

Stærsta spurningin fyrir UFC 228 var hvort Darren Till myndi ná tilsettri þyngd. Bæði Till og meistarinn Tyron Woodley voru í réttri þyngd og getur því titilbardaginn farið fram eins og til stóð á morgun.

UFC 228 fer fram í Dallas í Texas á morgun. Vigtunin fer fram sem stendur og eru bardagamenn að vigta sig inn þessa stundina. Darren Till var 169 pund fyrir 170 punda titilbardaga sinn en miklar efasemdir voru um hvort hann myndi ná vigt eða ekki. Till var 174,5 pund fyrir sinn síðasta bardaga en myndband af niðurskurðinum sýndi Till í afar slæmu ástandi er hann reyndi að taka síðustu pundin af sér. Í þetta sinn var hann undir 170 punda veltivigtarmörkunum og stóð hann við sitt eins og hann sagðist ætla að gera.

Tyron Woodley var fyrst um sinn 171 pund á vigtinni en fyrir titilbardaga þarf að vera akkúrat á vigt eða undir. Woodley fór því úr nærbuxunum og þurfti handklæðið til að hylja sig og var 170 pund. Titilbardaginn í veltivigt er því á sínum stað.

Kamaru Usman var varamaður ef Till skyldi klikka á vigtinni og vigtaði sig inn 169 pund. Væntanlega verður ekki óskað eftir hans þjónustu á morgun.

Valentina Shevchenko var 124,5 pund fyrir titilbardaga sinn en þegar þetta er skrifað á meistarinn Nicco Montano enn eftir að mæta. Fregnir herma að Montano hafi þurft að fara upp á spítala í morgun.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular