Wednesday, April 17, 2024
HomeErlentNicco Montano fór á sjúkrahús - enginn titilbardagi í fluguvigt

Nicco Montano fór á sjúkrahús – enginn titilbardagi í fluguvigt

Fluguvigtarmeistari kvenna, Nicco Montano, getur ekki varið titil sinn í fyrsta sinn á morgun á UFC 228 eins og til stóð. Flytja þurfti Montano upp á sjúkrahús í morgun og hefur UFC greint frá því að bardaginn sé af borðinu.

Nicco Montano átti að mæta Valentinu Shevchenko í næstsíðasta bardaga kvöldsins á UFC 228 á morgun. Montano vann titilinn eftir sigur í 26. seríu TUF og beið UFC lengi eftir að bóka hennar fyrstu titilvörn. Montano var að glíma við meiðsli og hermdu fréttir að menn innan UFC væru orðnir þreyttur á að bíða eftir Montano.

Shevchenko var handviss um að Montano væri að forðast sig og hélt því stöðugt fram eftir að bardaginn var bókaður að Montano myndi ekki mæta. Shevchenko sagði fyrr í vikunni að hún væri ennþá óviss um hvort Montano myndi mæta í búrið eða ekki.

Nú hefur bardaganum verið aflýst eftir að Montano var send upp á sjúkrahús en þetta kom fram í yfirlýsingu frá UFC. Líklegast hefur niðurskurðurinn verið henni um of en ekkert hefur heyrst frá Montano eða hennar liði á þessari stundu.

Þetta er í annað sinn sem titilbardaga hjá Shevchenko er aflýst með skömmum fyrirvara en hún átti að mæta Amöndu Nunes á UFC 213. Aðeins örfáum klukkustundum fyrir UFC 213 varð Nunes veik og þurfti að hætta við bardagann.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular