Wednesday, April 17, 2024
HomeErlentSpámaður helgarinnar: Halldór Logi Valsson (UFC 228)

Spámaður helgarinnar: Halldór Logi Valsson (UFC 228)

Spámaður helgarinnar fyrir UFC 228 er Halldór Logi Valsson. Halldór er einn færasti glímumaður landsins og náði frábærum árangri á NAGA í Dublin um síðustu helgi.

Halldór Logi Valsson er svart belti undir Gunnari Nelson en hann vann þrjá flokk á NAGA mótinu um síðustu helgi. Halldór keppir næst á Bolamótinu 2 þann 22. september en þá mætir hann Bretanum Ben Dyson í aðalglímu kvöldsins. Gefum honum orðið.

Titilbardagi í veltivigt: Tyron Woodley gegn Darren Till

Ég held að Tyron Woodley sé að fara að vinna hann úr leiðindum. Tvennt sem kemur til greina; annað hvort á Darren eftir að rota hann eða Tyron drepi hann úr leiðindum og vinni eftir dómaraákvörðun. Mér finnst líklegri að Tyron drepi hann úr leiðindum. Taki hann bara niður, grindi hann í 5 lotur og vinnur allar loturnar nema fyrstu lotuna. Bara svoan típískur Tyron Woodley bardagi.

Strávigt kvenna: Jessica Andrade gegn Karolina Kowalkiewicz

Jessica Andrade er mjög höggþung, hún er að fara að mæta tilbúin og grimm í þetta eins og hún gerir alltaf. Hún mætir af krafti í Karolinu en nær ekki að rota hana þrátt fyrir sinn mikla höggþunga. Jessica vinnur eftir dómaraákvörðun og fær svo titilbardaga gegn Rose Namajunas.

Fjaðurvigt: Zabit Magomedsharipov gegn Brandon Davis

Af því sem ég hef séð af Zabit þá lítur hann mjög vel út. Hann er mjög sharp, algjör nagli og er að fara að taka þetta. Hann mætir alltaf tilbúinn til leiks og er með hausinn á réttum stað. Zabit slær hann niður í 2. lotu og vinnur á TKO.

Veltivigt: Abdul Razak Alhassan gegn Niko Price

Þessi bardagi verður algjör flugeldasýning. Þeir eru pottþétt að fara að skiptast á höggum þar til annar rotast. Getur farið á hvorn veginn sem er en held að Abdul verði fyrri til að hitta almennilega. Abdul með rothögg í 2. lotu.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular