spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDeiveson Figueiredo náði ekki vigt - getur ekki orðið meistari með sigri

Deiveson Figueiredo náði ekki vigt – getur ekki orðið meistari með sigri

Deiveson Figueiredo átti að berjast titilbardaga á laugardaginn gegn Joseph Benavidez. Figueiredo náði hins vegar ekki vigt í gær og getur því ekki orðið meistari þrátt fyrir sigur.

Þeir Joseph Benavidez og Deiveson Figueiredo áttu að berjast um lausan fluguvigtartitil UFC á laugardaginn. Þar sem Figueiredo náði ekki vigt getur bara Benavidez orðið meistari með sigri. Ef Figueredo sigrar verður hann ekki meistari og beltið verður áfram laust.

Figueiredo var síðastur til að mæta í vigtunina í morgun og var 127,5 pund eða 2,5 pundum of þungur. Hann fékk auka klukkutíma til að taka síðustu pundin af sér en kaus að nýta sér það ekki. Figueiredo þarf því að gefa Benavidez 30% launa sinna og getur ekki orðið meistari þrátt fyrir sigur annað kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Figueiredo nær ekki vigt í UFC.

Henry Cejudo var fluguvigtarmeistari UFC en lét beltið af hendi fyrr á árinu. Cejudo er enn ríkjandi bantamvigtarmeistari og mætir Jose Aldo í maí.

Þeir Benavidez og Figueiredo mætast í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Norfolk í kvöld.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular