0

11 Bretar mæta til að keppa við Íslendinga í boxi

VBC og Hnefaleikafélag Kópavogs standa fyrir boxmóti á laugardaginn. 11 Bretar koma sérstaklega hingað til lands til að keppa á mótinu.

Mótið fer fram á laugardaginn í húsakynnum VBC í Kópavogi og opnar húsið kl. 18:00. 13 bardagar eru á dagskrá þar sem 11 Bretar frá Romford BC og Finchley BC mæta keppendum frá HFK og HR.

Mótið átti upphaflega að fara fram 15. febrúar en mótinu var frestað þar sem flugi Bretanna var aflýst vegna óveðurs.

Fyrsti bardagi hefst kl. 18:30 og kostar 1.500 kr. inn á mótið.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.