0

Chris Weidman fer aftur niður í millivigt

Chris Weidman er ekkert á því að hætta þrátt fyrir hræðilegt gengi. Weidman er aftur kominn niður í millivigt eftir stutt stopp í léttþungavigt.

Chris Weidman ákvað að fara upp í léttþungavigt í fyrra. Weidman sagði að niðurskurðurinn í millivigt væri orðinn erfiður og að hann hefði verið sérstaklega þungur eftir tvær skurðaðgerðir í röð.

Hann mætti þá Dominick Reyes í október og var rotaður í 1. lotu. Hinn 35 ára gamli Weidman hefur tapað fimm af síðustu sex bardögum sínum, allt rothögg, og er ekkert á því að hætta.

Weidman er farinn aftur niður í millivigt og mun mæta Jack Hermansson þann 2. maí. Bardaginn verður aðalbardaginn á UFC bardagakvöldinu í Oklahoma.

Báðir eru að koma af tapi en Hermansson tapaði fyrir Jared Cannonier á UFC bardagakvöldinu í Kaupmannahöfn í september.

Pétur Marinó Jónsson
Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.