spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDemetrious Johnson og Eddie Alvarez berjast sína fyrstu bardaga í ONE Championship...

Demetrious Johnson og Eddie Alvarez berjast sína fyrstu bardaga í ONE Championship um helgina

Þeir Demetrious Johnson og Eddie Alvarez munu berjast sína fyrstu bardaga í ONE Championship um helgina eftir að þeir yfirgáfu UFC. Johnson berst í nýju fluguvigtarmóti ONE og Alvarez í nýju léttvigtarmóti.

ONE Championship er með stóran viðburð á sunnudaginn í Tokyo, Japan. Auk nýju stjarnanna þeirra munu fjórir titilbardagar vera á dagskrá.

ONE setur í gang nýtt fluguvigtarmót af stað um helgina þegar Demetrious Johnson mætir Yuya Wakamatsu. Þetta verður fyrsti bardagi Johnson eftir að honum var skipt fyrir Ben Askren og hans fyrsti síðan hann tapaði UFC beltinu til Henry Cejudo. Mótið er kallað fluguvigtarmót en fer fram í 61 kg en ekki 57 kg eins og vaninn er í flestum bardagasamtökum. ONE er með öðruvísi vigtunarreglur þar sem þeir breyttu öllum þyngdarflokkum til að reyna að lágmarka niðurskurð. Vigtunin fer reyndar fram fyrir lokuðum dyrum sem vekur upp grunsemdir. Bardaginn fer fram í 8-manna útsláttarmóti ONE í fluguvigt.

Í 77 kg léttvigt mun Eddie Alvarez berjast sinn fyrsta bardaga í ONE gegn Timofey Nastyukhin frá Rússlandi. Það er einnig hluti af 8-manna útsláttarmóti og verður athyglisvert að sjá hvað þessir fyrrum UFC meistarar geta gert á nýjum starfsvettvangi.

Bardagakvöldið er nokkuð bitastætt. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Eduard Folayang og Shinya Aoki um léttvigtartitil ONE. Þá verður barist um strávigtartitil kvenna þegar atómvigtarmeistarinn Angela Lee fer upp um flokk og skorar á meistarann Xiong Jingnan. Í millivigt verður einnig barist um titilinn en þá mætast þeir Aung La Nsang og Ken Hasegawa. Kevin Belingon mætir svo Bibiano Fernandes um bantamvigtartitilinn en bardaginn er endurat frá fyrri viðureign þeirra í nóvember þar sem Belingon tók beltið af Fernandes. Auk þess má nefna að Garry Tonon keppir í einum af upphitunarbardögum kvöldsins.

Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl. 9:30 á íslenskum tíma á sunnudagsmorgni en upphitunarbardagarnir hefjast kl. 6:30. Alla bardagana ætti að vera hægt að horfa í ONE Championship appinu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular