spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeBoxDirty Boxing: Mike Perry kynnir ný bardagasamtök

Dirty Boxing: Mike Perry kynnir ný bardagasamtök

Mike Perry kynnti það í aðdraganda bardaga síns við Jake Paul að hann hyggst stofna bardagasamtökin Dirty Boxing Championship þar sem barist verður eftir nýjum reglum sem hingað til hafa ekki sést annars staðar. Perry hefur nú tilkynnt að fyrsti viðburðinn þeirra verður haldinn 23. nóvember og lofar stórum nöfnum.

Í Dirty Boxing verður barist í hnefaleikum en olnbogar verða einnig leyfilegir og ground n pound eða högg í gólfinu, en bardagamenn þurfa að standa í báðar fætur til þess. Keppt verður í 18 feta hring, notaðir verða 5 únsu hanskar og loturnar verða 3 mínútna langar.

Mike Perry segir að þetta hafi komið til vegna góðs árangurs síns í BKFC. Hann vill fá boxara til að berjast við MMA bardagamenn og telur að þetta sé eitthvað sem margir gætu haft áhuga á og eigi eftir að falla vel í kramið hjá bardagaáðdáendum.

spot_img
spot_img
spot_img
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular