spot_img
Saturday, December 21, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDominick Cruz loksins heill heilsu

Dominick Cruz loksins heill heilsu

Dominick Cruz er loksins laus við meiðsli og er tilbúinn að snúa aftur í búrið. Cruz hefur ekki barist í rúm þrjú ár en vill fá titilbardaga næst.

Dominick Cruz hefur ekki barist síðan hann tapaði fyrir Cody Garbrandt þann 30. desember 2016. Cruz hefur glímt við ýmis meiðsli síðan þá og þurft að draga sig úr tveimur viðureignum. Nú er hann að koma til baka eftir axlaraðgerð og hefur náð fullum bata. Cruz vill fá titilbardaga gegn meistaranum Henry Cejudo.

„Henry Cejudo er að skora á mig, af hverju ætti ég að berjast við einhvern annan? Hann er meistarinn, hann er gullverðlaunahafi á Ólympíuleikunum og telur sig vera fluguvigtar- og bantamvigtarmeistara. Það er maðurinn sem ég vil vinna. Til að hann geti kallað sig þann besta frá upphafi þarf hann að fara í gegnum mig fyrst,“ sagðu Cruz við Brendan Schaub á dögunum.

„Ég er loksins heill heilsu. Við erum báðir að koma til baka eftir aðgerð á öxl, við erum báðir frá Arizona, við vorum báðir í sama glímuliði. Ég þekki stílinn hans. Ég veit allt um hann, ég þekki bakgrunn hans og veit hvar hann ólst upp.“

Það vantar ekki áskorendur í 135 punda bantamvigtinni en þeir Petr Yan og Aljamain Sterling eru báðir á góðri sigurgöngu og gætu fengið titilbardaga. Cejudo hefur hins vegar frekar verið að óska eftir bardögum gegn Jose Aldo (sem tapaði fyrir Marlon Moraes síðast) og Dominick Cruz.

Cruz er orðinn 34 ára gamall og verður áhugavert að sjá endurkomu hans. „Ég er heill heilsu. Ég mun berjast á þessu ári á næstu sex mánuðum.“

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular