0

Donald Cerrone: Ætla að taka beltið

Donald Cerrone vonast eftir að fá titilbardaga með sigri gegn Tony Ferguson á laugardaginn. Cerrone hefur engan áhuga á bardaga gegn Conor og vill frekar titilbardaga.

Lengi var talað um mögulegan bardaga Conor McGregor og Donald Cerrone en samningaviðræður á milli UFC og Conor strönduðu. Cerrone nennti því ekki að bíða eftir Conor og barðist við Al Iaquinta í maí. Nú mætir Cerrone Ferguson um helgina og mun frekar taka titilbardaga en bardaga gegn Conor ef svo væri í boði.

„Ég ætla að ná titlinum. Conor fékk sitt tækifæri [til að mæta mér]. Sestu niður, ég ætla að taka beltið,“ sagði Cerrone við blaðamenn í dag.

Cerrone hefur oft á tíðum lítið hugsa um titilbardaga og frekar viljað skemmtilega bardaga. Hann er því alltaf tilbúinn að berjast hvar sem er og hvenær sem er sem skýrir ótrúlegan fjölda bardaga hans. Núna er titillinn hins vegar ofarlega í huga en ekki stór peningabardagi gegn Conor McGregor.

Cerrone mætir Ferguson á laugardaginn þegar UFC 238 fer fram.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.