spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDrama í vigtuninni - Cormier léttist um 1,2 pund á 150 sekúndum

Drama í vigtuninni – Cormier léttist um 1,2 pund á 150 sekúndum

Formlegri vigtun fyrir UFC 210 var að ljúka. Léttþungavigtarmeistarinn Daniel Cormier náði vigt í annarri tilraun eftir að hafa mistekist í fyrstu tilraun.

Allir bardagamennirnir á UFC 210 náðu vigt en tæpt var það. Formleg vigtun fór fram í dag frá 13 til 15 á íslenskum tíma. Þegar fimm mínútur voru eftir af vigtuninni voru hvorki Daniel Cormier né Anthony Johnson mættir. Þeir Cormier og Johnson mætast í aðalbardaga kvöldsins og var nokkuð um áhyggjur meðal viðstaddra fjölmiðlamanna.

Daniel Cormier mætti fyrst og þurfti handklæðið til að hylja sig enda var hann tæpur á vigtinni og þurfti að standa allsnakinn. Cormier var 206,2 pund (93,53 kg) og var því yfir vigt! Cormier og Johnson þurftu að vera 205 pund (92,98 kg) eða undir og máttu ekki vera einu pundi yfir (líkt og venjulega) þar sem um titilbardaga er að ræða.

Cormier leit illa út á vigtinni en skyndilega, rúmum tveimur mínútum seinna, mætti Cormier aftur á vigtina og var þá 205 pund! Ótrúleg atburðarrás og hulin ráðgáta hvernig í ósköpunum Cormier gat verið 1,2 pundi léttari á rúmum tveimur mínútum.

Anthony Johnson mætti skömmu síðar á vigtina og var vel undir eða 203,8 pund. Johnson mætti á slaginu kl 15 og hefði ekki getað verið mikið seinna í því.

Miklar vangaveltur hafa verið á samfélagsmiðlum um vigtun Cormier og menn bent á að Cormier hafi hallað sér fram og ýtt á handklæðið.

Anthony Johnson var þó sama um hvort Cormier hafi verið með brögð í tafli og er ánægður að titilbardaginn sé ennþá á dagskrá.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular