spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentDuane Ludwig: Dillashaw sá eini í Team Alpha Male sem vill verða...

Duane Ludwig: Dillashaw sá eini í Team Alpha Male sem vill verða meistari

TJ Dillashaw og Duane Ludwig saman á góðri stundu.
TJ Dillashaw og Duane Ludwig saman á góðri stundu.

Duane Ludwig, fyrrum yfirþjálfari Team Alpha Male, heldur því fram að Dillashaw sé sá eini í liðinu sem vill verða meistari. Orð Ludwig hafa ekki farið vel í meðlimi Team Alpha Male.

Ludwig var yfirþjálfari Team Alpha Male í rúmt ár og virtust allir liðsmenn Team Alpha Male taka stórtækum framförum standandi undir hans handleiðslu. Enginn bætti sig meira en TJ Dillashaw. Urijah Faber er leiðtogi liðsins en aðrir meðlimir liðsins eru þekktir bardagamenn á borð við Chad Mendes, Joseph Benevidez, Cody Garbrandt og Danny Castillo.

Ludwig hætti hjá Team Alpha Male og opnaði sinn eigin bardagaklúbb í Colorado. Ludwig og Dillashaw vinna enn saman enda er samband þeirra afar náið. Það hefur legið í loftinu eitthvað ósætti milli Team Alpha Male og Duene Ludwig og ekki skánaði ástandið þegar Ludwig hélt því fram að Dillashaw væri sá eini sem vildi verða meistari í liðinu.

„Þetta er það sem hann vill. TJ er sá eini sem vill í alvörunni verða meistari. Hann æfir mun meira og er mun einbeittari en aðrir meðlimir liðsins,“ sagði Ludwig við vefmiðilinn Sherdog.

Þessi ummæli hafa ekki farið vel í meðlimi Team Alpha Male. Cody Garbrandt og Ludwig lentu í orðaskiptum á Twitter vegna ummælanna.

cody tweet 1

cody tweet 2

Það virðist sem ekki allir séu sáttir við Duane Ludwig en hann og Dillashaw munu áfram starfa saman. Ludwig verður í horninu hjá Dillashaw á laugardaginn þegar Dillashaw mætir Renan Barao. Það má gera ráð fyrir að aðrir meðlimir Team Alpha Male verði í horninu líka og gæti stemningin verið súr í herbúðum Dillashaw.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular