0

Verður næsta titilvörn Robbie Lawler gegn Carlos Condit?

robbie_lawler_beltNæsta titilvörn veltivigtarmeistarans Robbie Lawler gæti verið gegn Carlos Condit. Þetta segir Jeremy Botter á Twitter en hann er einn af aðal MMA blaðamönnum Bleacher Report.

Robbie Lawler varði beltið sitt gegn Rory MacDonald á UFC 189. Talið var að Johny Hendricks fengi næsta titilbardaga en bardagaaðdáendur virðast ekki yfir sig hrifnir af þriðja bardaganum milli þeirra. UFC virðist því ætla að hlusta á aðdáendur og setja Carlos Condit gegn meistaranum Lawler. Sá bardagi yrði frábær skemmtun fyrir bardagaaðdáendur.

Þá herma heimildir Botter að Johny Hendricks muni mæta Tyron Woodley. Það er nánast öruggt að sigurvegarinn úr þeirri viðureign fái titilbardaga eftir Condit ef satt reynist.

Carlos Condit snéri aftur í búrið í maí eftir krossbandsslit er hann sigraði Thiago Alves með tæknilegu rothöggi í 2. lotu. Hann hefur þó tapað þremur af síðustu fimm bardögum sínum en tvö af þessum töpum komu gegn Hendricks og Woodley.

Ekkert hefur verið staðfest af hálfu UFC varðandi næsta titilbardaga Robbie Lawler.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.