spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentEddie Alvarez semur við ONE Championship í Asíu

Eddie Alvarez semur við ONE Championship í Asíu

Eddie Alvarez hefur samið við ONE Championship í Asíu. Samningur Alvarez við UFC rann út í sumar og hefur hann ákveðið að eyða næstu árum ferilsins í Asíu.

ONE Championship er með höfuðstöðvar sínar í Singapúr en heldur bardagakvöld um alla Asíu. Þeir eru langstærstir á asíska markaðnum og stærri en UFC.

Eddie Alvarez (29-6 (1)) kláraði síðasta bardaginn á samningnum sínum með tapi gegn Dustin Poirier í júlí. „Neðanjarðarkóngurinn“ barðist átta bardaga í UFC og varð léttvigtarmeistari með sigri á Rafael dos Anjos í júlí 2016. Alvarez varði þó aldrei beltið og tapaði fyrir Conor McGregor í risastórum bardaga í New York.

Alvarez er með eina bestu ferilskrá í léttvigtinni í dag en áður en hann kom í UFC var hann léttvigtarmeistari Bellator. Eftir að samningurinn hans rann út í sumar fékk hann tilboð frá UFC, Bellator og ONE. Talið er að samningur Alvarez við ONE sé gríðarlega arðbær fyrir Alvarez og er þetta sennilega síðasti stóri samningurinn á ferlinum. Þessi 34 ára bardagamaður mun berjast í léttvigt ONE en þar er ríkjandi meistari Martin Nguyen (11-3).

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular