Eddie Alvarez hefur samið við ONE Championship í Asíu. Samningur Alvarez við UFC rann út í sumar og hefur hann ákveðið að eyða næstu árum ferilsins í Asíu.
ONE Championship er með höfuðstöðvar sínar í Singapúr en heldur bardagakvöld um alla Asíu. Þeir eru langstærstir á asíska markaðnum og stærri en UFC.
Please join me in welcoming Eddie Alvarez to @ONEChampionship! I am super excited for our fans to witness Eddie’s high octane, explosive dynamite KO style. Stay tuned for more big news! @Ealvarezfight pic.twitter.com/bM3K0COlie
— Chatri Sityodtong (@YODCHATRI) October 16, 2018
Eddie Alvarez (29-6 (1)) kláraði síðasta bardaginn á samningnum sínum með tapi gegn Dustin Poirier í júlí. „Neðanjarðarkóngurinn“ barðist átta bardaga í UFC og varð léttvigtarmeistari með sigri á Rafael dos Anjos í júlí 2016. Alvarez varði þó aldrei beltið og tapaði fyrir Conor McGregor í risastórum bardaga í New York.
Alvarez er með eina bestu ferilskrá í léttvigtinni í dag en áður en hann kom í UFC var hann léttvigtarmeistari Bellator. Eftir að samningurinn hans rann út í sumar fékk hann tilboð frá UFC, Bellator og ONE. Talið er að samningur Alvarez við ONE sé gríðarlega arðbær fyrir Alvarez og er þetta sennilega síðasti stóri samningurinn á ferlinum. Þessi 34 ára bardagamaður mun berjast í léttvigt ONE en þar er ríkjandi meistari Martin Nguyen (11-3).