Thursday, March 28, 2024
HomeErlentMyndband: Aðdáandi hljóp inn í búrið til að koma Conor til bjargar

Myndband: Aðdáandi hljóp inn í búrið til að koma Conor til bjargar

Hópslagsmál brutust út á UFC 229 eftir að Khabib Nurmagomedov sigraði Conor McGregor. Einn aðdáandi hljóp þá inn í búrið bara til að kanna hvort Conor McGregor væri í lagi.

Dana White, forseti UFC, hrósaði öryggisgæslunni í hástert fyrir þeirra störf í hópslagsmálunum á UFC 229. Einum aðdáenda tókst hins vegar að koma sér í búrið án afskipta öryggisgæslu. Daniel Cormier, æfingafélagi Khabib, sagði frá þessu í þætti Ariel Helwani.

„Þetta er fáránleg saga. Það var maður fyrir aftan mig á bardaganum í fínum jakka, eitthvað McGregor. Hann spyr mig hvernig bardaginn mun fara, hann fylgist sennilega ekki mikið með en ég segist styðja Khabib auðvitað. Eftir bardagann þegar allt fer í gang er ég í búrinu í átökum þegar ég sé hann athuga með Conor. Hann var bara aðdáandi sem hoppaði yfir grindverkið þegar allir aðrir hoppuðu yfir grindverkið og komst alla leið í búrið. Hann var bara að athuga hvort Conor væri í lagi. Salina konan mín sagði að þegar hann hefði verið búinn að kíkja á Conor fór hann bara aftur í sætið sitt. Hvernig tókst þessum manni að komast í búrið, sjá hvort Conor væri í lagi og fara svo bara aftur í sætið sitt?“

Þessi aðdáandi er með magnaða sögu til að segja eftir bardagann en nú hefur myndband af innkomu hans birst á Twitter.

Þar má sjá hann David Martin í gráum jakka koma sér í búrið og vera í hringiðjunni ásamt Khabib, Cormier, Dana White, Conor McGregor og fleirum.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular