spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentEddie Alvarez: Þetta var heimskulegt

Eddie Alvarez: Þetta var heimskulegt

Eddie Alvarez var augljóslega sár og svekktur eftir frammistöðu sína gegn Conor McGregor í nótt. Alvarez fylgdi ekki leikáætlun sinni og borgaði fyrir það.

„Þetta var ekki það sem ég ætlaði að gera,“ sagði Eddie Alvarez um bardaga sinn gegn Conor McGregor.

Írinn kjaftfori vann léttvigtarbeltið af Alvarez eftir tæknilegt rothögg í 2. lotu. Conor kýldi Alvarez niður tvisvar í 1. lotu og kláraði hann svo eftir þrjár mínútur í 2. lotu.

„Ég ætlaði ekki að standa fyrir framan hann og boxa. Ég barðist ekki vel. Við byrjuðum á nokkrum spörkum og það gekk vel. Ég hefði átt að sparka meira og við glímdum ekki nóg. Planið var að glíma við gæjann sem vill standa og boxa en ég gerði það ekki.“

Fyrirfram var talið að Alvarez myndi reyna að pressa Conor upp við búrið og taka hann niður. „Ég veit ekki af hverju ég gerði það ekki og ég borgaði fyrir það. Hann nýtti tækifærið.“

Alvarez segir það hafa verið stór mistök hjá sér að láta dragast inn í bardaga eftir höfði Conor sem spilaði upp á styrkleika Írans. „Þetta var kjánalegt. Ég verð sá fyrsti til að viðurkenna það. Þetta var ekki það sem ég ætlaði að gera. Þetta var heimskulegt. Ég hélt mér ekki við leikáætlunina og borgaði fyrir það.“

Alvarez sagði einnig að krafturinn hjá Conor hefði ekki komið sér á óvart, það var hraðinn hjá Conor og nákvæmnin sem kom honum í opna skjöldu. Alvarez átti erfitt með að heyra hvað hornið var að segja enda var gríðarlegur hávaði í höllinni.

Alvarez bað aðdáendur sína afsökunar á frammistöðu sinni og ætlar nú að slaka á með fjölskyldunni.

 

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular