Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeErlent„Ef ég kemst í UFC þá lofar þú að sigra hvítblæðið“

„Ef ég kemst í UFC þá lofar þú að sigra hvítblæðið“

cody garbrandt
Cody Garbrandt ásamt Maddux.

Cody Garbrandt er nafn sem fæstir kannast við. Hann á sér þó sögu sem á eftir að fá alla til að halda með honum þegar hann berst á UFC 189 þann 11. júlí.

Garbrandt átti erfiða æsku. Flestir fjölskyldumeðlimir hans hafa setið inni og leit allt út fyrir að Cody færi sömu leið. Hann var rekinn úr skóla og fór snemma að selja eiturlyf. Cody var góður boxari en það var ekkert sem benti til að hann myndi nýta sér þá hæfileika í framtíðinni.

Þegar Cody hafði nýlega hafið MMA ferilinn var hann ekki enn laus við djöfla fortíðarinnar. Hann var enn að taka slæmar ákvarðanir þegar eldri bróðir hans sagði honum frá fimm ára strák sem háði baráttu við hvítblæði.

Cody vildi hitta hinn fimm ára Maddux. Cody mætti heim til stráksins og saman áttu þeir gott spjall í einn og hálfan tíma. Þegar Cody sá hinn fimm ára Maddux berjast fyrir lífi sínu áttaði hann sig á því að hann væri að kasta lífi sínu á glæ.

Upp frá þessum fundi þeirra urðu þeir miklir vinir. Í hvert sinn sem Cody barðist seldi hann miða til styrktar Maddux og náði hann samtals að safna 15.000 dollurum.

Eftir tveggja ára baráttu var Maddux nálægt því að gefast upp. Hann vildi ekki taka pillurnar sínar enda hafði lyfjameðferðin slæmar aukverkanir.

Cody frétti af ástandi Maddux og hafði strax samband við strákinn. Saman gerðu þeir samkomulag. „Ég gæti komist í UFC eftir eitt til tvö ár. Þú verður að lofa mér að klára meðferðina, taka pillurnar þínar, klára lyfjameðferðina, sigra krabbameinið og ég lofa þér, ég lofa þér, að ég mun komast í UFC, vinna bardagann minn og þú munt vera með mér,“ sagði Cody við Maddux.

Þann 3. janúar á UFC 182 stóðu báðir við sinn hluta samkomulagsins. Cody Garbrandt sigraði sinn fyrsta UFC bardaga og hinn átta ára Maddux var meðal áhorfenda. Þann 25. ágúst 2014 var Maddux laus við hvítblæðið. Þetta samkomulag við Cody hafði mikil áhrif á Maddux og er fjölskylda hans ævinlega þakklát Cody.

Það er ótrúlega fallegt að sjá hvernig þessi vinátta hefur haft góð áhrif á þá báða. „Þetta var besti dagur lífs míns. Þetta var betra en Disney land“ sagði Maddux um UFC reynsluna.

„Maddux gaf mér tilgang í lífinu og fékk mig til að keppa með tilgangi,“ sagði Cody eftir UFC 182.

Maddux átti sér einn annan draum – að ganga í búrið með Cody í UFC. Sá draumur mun rætast þann 11. júlí á UFC 189 þegar Cody Garbrandt berst við Henry Briones. Þetta verður annar UFC bardagi Cody Garbrandt og er ljóst að nánast allir munu halda með honum þann 11. júlí.

Mynd: Christopher Nolan, MetCon Photos, LLC.
Mynd: Christopher Nolan, MetCon Photos, LLC.
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular