spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaEgill mætir Pólverja í úrslitunum í kvöld

Egill mætir Pólverja í úrslitunum í kvöld

Egill Øydvin Hjördísarson keppir til úrslita í kvöld á Evrópumótinu í MMA. Egill mætir Pawel Zakrzewski en hvað vitum við um hann?

Zakrzewski hefur unnið þrjá bardaga á EM í léttþungavigtinni í ár og þá alla eftir dómaraákvörðun. Hann keppti á HM í sumar í Las Vegas en þar datt hann út í fyrstu umferð fyrir manninum sem fór alla leið í flokknum.

Á EM í ár hefur hann unnið Robin Enontekio frá Svíþjóð, Robin Larsson einnig frá Svíþjóð og Paolo Anastasi frá Ítalíu.

Jón Viðar Arnþórsson, einn af þjálfurum Egils, hefur séð smá af Zakrzewski og telur hann ætla að halda bardaganum standandi. „Hann virðist vilja boxa. Ef hann boxar við Egil verður það stuttur dagur enda Egill skuggalegur striker og alls staðar bara,“ segir Jón.

„Það er bara hrikalegt fyrir mig að hita upp með honum. Það er alveg nógu óþægilegt, hvað þá að þurfa að berjast við hann.“

Zakrzewski er 6-1 sem áhugamaður samkvæmt Sherdog gagnabankanum og hafa tveir bardagar unnist á uppgjafartaki. Egill er sjálfur með átta sigra og eitt tap sem áhugamaður í MMA.

Bardaginn fer fram um 20-21 leytið í kvöld og vonandi kemur Egill með gullið heim.

Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.
spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular