spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaEndurhæfing Gunnars gengur vonum framar

Endurhæfing Gunnars gengur vonum framar

Gunni NelsonGunnar Nelson meiddist á hné í apríl og þurfti þar af leiðandi að hætta við fyrirhugaðan bardaga gegn Neil Magny. Gunnar fór undir hnífinn og er hann á undan áætlun í endurhæfingunni.

Gunnar Nelson átti að mæta Neil Magny á UFC bardagakvöldinu í Liverpool þann 27. maí. Í apríl meiddist hann hins vegar á hné og fór í aðgerð á liðþófa þann 30. apríl.

Skömmu eftir aðgerðina hóf hann endurhæfingu hjá Sigurði Sölva sjúkraþjálfara og gengur endurhæfingin vonum framar. Reiknað var með að hann myndi hefja æfingar aftur um mitt sumar ef allt gengi að óskum en Gunnar hefur nú getað æft undanfarnar tvær vikur. Gunnar mun auka álagið hægt og rólega á næstu vikum og er stutt þar til hann getur farið að glíma á fullu.

Þetta eru því góðar fréttir fyrir Gunnar og mun vonandi ekki líða á löngu þar til hann getur farið að leita að bardaga.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular