Monday, May 20, 2024
HomeForsíðaIngibjörg Helga mætir finnskri stelpu snemma í fyrramálið - sýnt í beinni

Ingibjörg Helga mætir finnskri stelpu snemma í fyrramálið – sýnt í beinni

Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir úr Tý keppir sinn fyrsta bardaga á Evrópumótinu í MMA á morgun. Ingibjörg er í öðrum bardaga dagsins en dagskrá morgundagsins hefst kl. 8 í fyrramálið.

Ingibjörg Helga keppir í fluguvigt kvenna og mætir Inka Räty á morgun, miðvikudag. Räty er búin með einn áhugamannabardaga í MMA samkvæmt Tapology og Sherdog en þann bardaga vann hún með uppgjafartaki í 2. lotu.

Ingibjörg Helga er sjálf að taka sín fyrstu skref í MMA en hún hefur mikla reynslu úr hnefaleikum og er margfaldur Íslandsmeistari í íþróttinni.

Dagskrá Evropumótsins hefst kl. 8 í fyrramálið á íslenskum tíma en Ingibjörg Helga er í 2. bardaga dagsins. Bardagarnir á mótinu eru sýndir á IMMAF.TV en hægt er að kaupa aðgang að bardögum mótsins á 4,99 evrur.

Við hvetjum því lesendur til að vera með á nótunum fljótlega upp úr kl. 8 í fyrramálið.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular