0

Ingibjörg Helga með öruggan sigur í 1. umferð á EM í MMA

Ingibjörg Helga Arnþórsdóttir var rétt í þessu að vinna bardaga sinn á EM í MMA. Ingibjörg sigraði eftir dómaraákvörðun og er komin áfram í undanúrslit.

Ingibjörg Helga úr Tý mætti hinni finnsku Inka Räty í morgun á Evrópumótinu í MMA sem fer fram í Rúmeníu um þessar mundir. Þetta var fyrsti MMA bardagi Ingibjargar en hún hefur mikla reynslu úr boxi og karate.

Sigurinn var í raun aldrei í hættu fyrir Ingibjörgu enda naut hún mikilla yfirburða í standandi viðureign. Sú finnska átti ekki roð í Ingibjörgu standandi og át nokkur þung högg frá henni.

Räty reyndi að ná Ingibjörgu niður og var nálægt því í 1. lotu en endaði þess í stað með bakið í gólfinu þar sem hún var þó ekki langt frá því að ná armlás. Ingibjörg varðist þó vel og kom sér úr armlásnum. Það sama var upp á teningnum í lok 3. lotu en aftur varðist Ingibjörg vel. Annars var sigurinn hjá Ingibjörgu í raun aldrei í hættu.

Flott frammistaða hjá Ingibjörgu í dag en hún mætir Ilaria Norcia frá Ítalíu á morgun en sú ítalska sat hjá í 1. umferð í dag. Norcia er 2-6 sem áhugamaður í MMA samkvæmt Tapology og hefur áður mætt íslenskri stelpu. Norcia tapaði fyrir Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur þegar Sunna tók gullið á Evrópumótinu í MMA árið 2015.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Latest posts by Pétur Marinó Jónsson (see all)

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.