Blaðamannafundurinn fyrir UFC 214 fór fram fyrr í kvöld. Það var spenna í andrúmsloftinu en allt fór þó friðsamlega fram.
UFC 214 fer fram í Anaheim í Kaliforníu á laugardaginn og verða þrír titilbardagar á dagskrá. Þeir Jon Jones og Daniel Cormier berjast um léttþungavigtartitilinn, Tyron Woodley mætir Demian Maia um veltivigtarbeltið og Cris ‘Cyborg’ Justino mætir Tonya Evinger um fjaðurvigtartitil kvenna.
Þeir Jones og Cormier skiptust á að skjóta á hvorn annan á milli þess sem þeir svöruðu spurningum.
Jones says DC looks like a crackhead with a suit on. DC says he may look like a crackhead but he’s never actually been one.
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) July 26, 2017
Daniel Cormier on his weight cut: “I feel pretty good but we’ll bring a towel just in case” #UFC214
— Damon Martin (@DamonMartin) July 26, 2017
Jon Jones: “He’s weak and I’m just excited to prove that again”#UFC214
— Damon Martin (@DamonMartin) July 26, 2017
Daniel Cormier: Do I feel like he tried to cheat? Yeah I do. Yes, I do believe he’s done it for a long time#UFC214
— Damon Martin (@DamonMartin) July 26, 2017
Jon Jones: “I’ve kind of just learned not to give a f–k”#UFC214
— Damon Martin (@DamonMartin) July 26, 2017
Dana White, forseti UFC, lét hafa eftir sér að Georges St. Pierre myndi fá næsta titilbardaga í veltivigtinni. Áður var talið að hann myndi skora á millivigtarmeistarann Michael Bisping en sá bardagi virðist vera af borðinu sem stendur. Dana mun hitta St. Pierre í vikunni og fara yfir málin.
Maia fékk bara rúmar fjórar vikur til að undirbúa sig fyrir titilbardagann gegn Woodley. Hann sagði þó að undirbúningurinn hefði verið góður. Þetta hefðu verið annasamar vikur en allt hefði gengið vel.
Cris Cyborg fær sinn fyrsta bardaga í sínum þyngdarflokki í UFC nú á laugardaginn. Hingað til hefur hún barist í 140 punda hentivigt en nú berst hún um lausan fjaðurvigtartitilinn eftir að Germaine de Randamie var svipt titlinum.
Cris Cyborg: “Saturday night I’m going to be violent, I’m going to be Cyborg” #UFC214
— Damon Martin (@DamonMartin) July 26, 2017
Það kom ekki til handalögmála á milli þeirra Jon Jones og Daniel Cormier en það var langt í frá einhver kærleikur á milli þeirra.
Heated rivals Daniel Cormier and Jon Jones square off at the #UFC214 pre-fight conference. Full video: https://t.co/thaoNxqLbO pic.twitter.com/7hMjQCMeW1
— MMAFighting.com (@MMAFighting) July 26, 2017
Hér að neðan má sjá blaðamannafundinn í heild sinni.