spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentEnginn kærleikur á milli Cormier og Jones á blaðamannafundinum fyrir UFC 214

Enginn kærleikur á milli Cormier og Jones á blaðamannafundinum fyrir UFC 214

Blaðamannafundurinn fyrir UFC 214 fór fram fyrr í kvöld. Það var spenna í andrúmsloftinu en allt fór þó friðsamlega fram.

UFC 214 fer fram í Anaheim í Kaliforníu á laugardaginn og verða þrír titilbardagar á dagskrá. Þeir Jon Jones og Daniel Cormier berjast um léttþungavigtartitilinn, Tyron Woodley mætir Demian Maia um veltivigtarbeltið og Cris ‘Cyborg’ Justino mætir Tonya Evinger um fjaðurvigtartitil kvenna.

Þeir Jones og Cormier skiptust á að skjóta á hvorn annan á milli þess sem þeir svöruðu spurningum.

Dana White, forseti UFC, lét hafa eftir sér að Georges St. Pierre myndi fá næsta titilbardaga í veltivigtinni. Áður var talið að hann myndi skora á millivigtarmeistarann Michael Bisping en sá bardagi virðist vera af borðinu sem stendur. Dana mun hitta St. Pierre í vikunni og fara yfir málin.

Maia fékk bara rúmar fjórar vikur til að undirbúa sig fyrir titilbardagann gegn Woodley. Hann sagði þó að undirbúningurinn hefði verið góður. Þetta hefðu verið annasamar vikur en allt hefði gengið vel.

Cris Cyborg fær sinn fyrsta bardaga í sínum þyngdarflokki í UFC nú á laugardaginn. Hingað til hefur hún barist í 140 punda hentivigt en nú berst hún um lausan fjaðurvigtartitilinn eftir að Germaine de Randamie var svipt titlinum.

Það kom ekki til handalögmála á milli þeirra Jon Jones og Daniel Cormier en það var langt í frá einhver kærleikur á milli þeirra.

Hér að neðan má sjá blaðamannafundinn í heild sinni.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular