0

Enn óljóst hvort Conor McGregor berjist í janúar

UFC hefur ekki enn staðfest bardaga hjá Conor McGregor þann 18. janúar. UFC er með bardagakvöld þá en óvíst er hvort Írinn berjist þá.

Conor McGregor tilkynnti í nóvember á blaðamannafundi í Rússlandi að hann myndi snúa aftur í búrið þann 18. janúar. Conor var ekki með staðfestan andstæðing þá en þeir Donald Cerrone og Justin Gaethje komu strax til tals. Ekkert var þó klappað og klárt þá en UFC var ekki einu sinni með fyrirhugað bardagakvöld þessa dagsetningu áður en Conor vildi berjast þann 18. janúar.

UFC og Conor hafa verið í samningaviðræðum síðan þá. Núna þegar minna en tveir mánuðir eru í bardagakvöldið er ekkert staðfest varðandi næsta bardaga Conor.

UFC hefur ekki tilkynnt neinn bardaga á kvöldið formlega en nokkrir bardagar eru sagðir staðfestir. Þar á meðal má nefna bardaga Anthony Pettis gegn Carlos Diego Ferreira og Aleksei Oleinik gegn Maurice Greene.

Eins og staðan er núna virðist bardagakvöldið verða Fight Night kvöld en ekki númerað Pay-Per-View kvöld (eins og t.d. UFC 245). Oleinik birti mynd af samningnum sínum fyrir bardagann gegn Greene og þar stendur að þetta sé Fight Night kvöld.

Efst á samningnum stendur „UFC Fight Night“.

Ólíklegt er að Conor McGregor myndi berjast á svona minni Fight Night kvöldi enda ein stærsta stjarna UFC. Ef Conor berst þann 18. janúar yrði bardagakvöldið sennilega Pay-Per-View og verður þá UFC 246.

UFC 245 fer fram í desember en þann 8. febrúar fer UFC til Houston með stórt bardagakvöld. Það kvöld verður sennilega UFC 246 en gæti breyst í UFC 247 ef kvöldið þann 18. janúar breytist í stórt Pay-Per-View kvöld. Það veltur því á Conor hvort UFC verði með númerað bardagakvöld í janúar eða ekki.

UFC hefur byrjað að tilkynna bardaga fyrir bardagakvöldið í febrúar en taka samt aldrei fram númer bardagakvöldsins eins og vaninn er.

Ekkert númer á þessu bardagakvöldi.

Það virðist því sem samningaviðræður UFC og Conor McGregor séu að taka sinn tíma en rúmur mánuður er síðan Conor hélt blaðamannafundinn í Rússlandi.

Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.