Thursday, April 25, 2024
HomeErlentUFC nálægt því að staðfesta bardaga Khabib og Tony Ferguson

UFC nálægt því að staðfesta bardaga Khabib og Tony Ferguson

Allt stefnir í að UFC setji saman titilbardaga Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson í apríl. Samkvæmt ESPN eru samningar nánast í höfn.

Fjórum sinnum hefur UFC reynt að láta þá Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson mætast. Í öll skiptin hefur annar hvor þeirra þurft að draga sig úr bardaganum en nú ætlar UFC að reyna á bardagann í fimmta skiptið.

Khabib Nurmagomedov er ríkjandi léttvigtarmeistari en hann barðist síðast í september þegar hann kláraði Dustin Poirier. Upphaflega vildi UFC láta Khabib verja beltið í mars en UFC stefnir á bardagakvöld í Las Vegas þá. Khabib neitar hins vegar að berjast í Las Vegas nema íþróttasambandið í Nevada biðji sig afsökunar á sektinni sem hann fékk fyrir slagsmálin eftir sigurinn á Conor.

UFC setur því stefnuna á bardaga á milli Khabib og Ferguson í New York þann 18. apríl. Samkvæmt ESPN hefur Khabib skrifað undir samninginn um að berjast við Ferguson. Aftur á móti hefur Ferguson ekki enn skrifað undir en samningaviðræður eru langt komnar.

Eins og áður segir hefur bardagi á milli þeirra verið settur saman fjórum sinnum en aldrei hefur þeim tekist að komast í búrið.

TUF Finale – 11. desemember 2015: Khabib meiðist
UFC on FOX – 16. apríl 2016: Tony Ferguson meiðist
UFC 209 – 4. mars 2017: Khabib klúðrar niðurskurðinum
UFC 223 – 7. apríl 2018: Tony Ferguson meiðist

Ákveðin bölvun virðist ríkja yfir bardaganum en síðast þegar þeir áttu að mætast hrasaði Ferguson um sjónvarpskapal rúmri viku fyrir bardagann. Árið 2017 klúðraði Khabib niðurskurði sínum og var fluttur upp á sjúkrahús daginn fyrir bardagann. Þeir náðu hins vegar að mæta báðir í búrið á UFC 229 en gegn sitt hvorum andstæðingnum.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular