Saturday, May 18, 2024
HomeForsíðaHalldór Sveinsson gráðaður í svart belti

Halldór Sveinsson gráðaður í svart belti

Mynd af Facebook síðu Halldórs.

Halldór Sveinsson var um helgina gráðaður í svart belti í brasilísku jiu-jitsu. Halldór er 16. Íslendingurinn sem fær svart belti í íþróttinni.

Halldór fékk svarta beltið sitt frá Pedro Sauer en gráðunin fór fram í höfuðstöðvum Pedro Sauer í Bandaríkjunum um helgina. Pedro Sauer er 8. gráðu svart belti undir Rickson Gracie og nokkrum sinnum komið til Íslands til að halda námskeið. Þá var bardagaklúbbur hér á landi kenndur við hann í nokkur ár.

Hér á Íslandi æfir Halldór í VBC í Kópavogi. Aðrir sem hafa hlotið þann heiður að fá svart belti í brasilísku jiu-jitsu eru þeir Haraldur Þorsteinsson, Gunnar Nelson, Axel Kristinsson, Bjarni Baldursson, Sighvatur Magnús Helgason, Þráinn Kolbeinsson, Arnar Freyr Vigfússon, Kári Gunnarsson, Ingþór Örn Valdimarsson, Jóhann Eyvindsson, Daði Steinn Brynjarsson, Ómar Yamak, Halldór Logi Valsson, Birkir Freyr Helgason og Jósep Valur Guðlaugsson.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular