spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeUncategorizedEr Alistair Overeem búinn á því?

Er Alistair Overeem búinn á því?

Alistair Overeem er einn sigursælasti þungavigtarmaður í MMA í dag. Hann hefur unnið stóra titla á borð við K-1 Grand Prix titilinn, Strikeforce þungavigtartitilinn og DREAM þungavigtartitilinn. Hann hefur þó aldrei unnið UFC titil og eins og staðan er í dag er hann langt frá því að fá tækifæri á titilbardaga.

Margir bundu miklar vonir við Overeem er hann kom í UFC. Hann stóðst væntingarnar í fyrsta bardaga er hann sigraði Brock Lesnar eftir tæknilegt rothögg. Hann fékk strax titilbardaga gegn nýkrýnda UFC meistaranum Junior Dos Santos. Margir biðu spenntir eftir að sjá þessa tvo „strikera“ berjast um titilinn en því miður féll Overeem á lyfjaprófi og missti því af titilbardaganum. Overeem hefur lengi verið grunaður um steranotkun eftir að hafa stækkað gífurlega á nokkrum árum. Overeem neitaði reyndar fyrir að hafa tekið inn eitthvað ólöglegt en hann var æstur í að fá að berjast aftur og gerði því allt sem NSAC (Nevada State Athletic Commission) sagði honum að gera.

Eftir að Overeem varð „clean“ ef svo má segja hefur honum gengið afar illa. Hann hefur tapað tveimur bardögum í röð þar sem fyrirfram var búist að hann myndi valta yfir andstæðinga sína. Auk þess hefur verið augljós munur á útliti Overeem fyrir síðustu tvo bardaga miðað við bardagann gegn Brock Lesnar. Myndin vinstra megin af Overeem er tekin fyrir Brock Lesnar bardagann en myndin hægra megin er tekin fyrir Antonio Silva bardagann.

overeem munur

 

Overeem er þó ekki nema 33 ára gamall sem er ekkert svo gamalt miðað við bardagamann. Aftur á móti þá er hann búinn með 50 MMA bardaga og 14 sparkbox bardaga og slíkt tekur sinn toll á líkamann, burt séð frá steranotkun eða ekki. Í þessum bardögum hefur hann verið rotaður í 11 skipti sem tekur alltaf sinn toll á bardagakappa. Overeem hefur aldrei verið þekktur fyrir að hafa sterka höku (e. chin) en það verður samt að taka með í reikninginn að það er munur á að vera kýldur af þungavigtarmanni og að vera kýldur af veltivigtarmanni.

Overeem hefur barist sem atvinnumaður í 14 ár. Tölfræði athuganir hafa sýnt að bardagamenn byrja yfirleitt að dala 9 árum eftir fyrsta bardaga (http://www.fightopinion.com/2011/06/19/9-year-rule-mma-ufc/) og því ætti þessi hnignun ekki að koma á óvart.

Eftir tvö mjög slæm rothögg í röð á Overeem engan annan kost en að sigra næsta bardaga ef hann ætlar sér að halda sér í UFC. Hann berst við Frank Mir þann 16. nóvember og á pappírum ætti hann að sigra þennan bardaga en hið sama var sagt fyrir Antonio Silva og Travis Browne bardagana.

Að mínu mati er Alistair Overeem á niðurleið og mun aldrei aftur ná fyrri hæðum. Hann er enn eitt dæmið um reynda menn sem hafa komið inn í UFC með miklar væntingar á bakinu en ekki náð að standa undir þeim. Aftur á móti er þungavigtardeildin þunnskipuð og því gæti hann fengið titilbardaga í náinni framtíð en ég efast stórlega um að hann eigi eftir að fá UFC belti um mittið.

Hvað haldið þið? Er Overeem búinn á því eða mun hann verða UFC meistari einn daginn?

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

5 COMMENTS

  1. Ég hef trú á honum! Ég held að hann verði aldrei meistari en held að hann komist aftur allavega í umræðuna um title shot. Grátlega nálægt því að vinna síðustu tvo bardaga og eiginlega bara fáránlegt að það hafi ekki gerst miðað við hvað var í gangi – Hann vinnur Mir og svo næsta á eftir og verður þá strax orðinn númer aftur!

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular