Thursday, March 28, 2024
HomeForsíðaEr GSP næsti Jean-Claude Van Damme?

Er GSP næsti Jean-Claude Van Damme?

SPO-UFC-158
Georges St. Pierre reynir fyrir sér í Hollywood.

Fyrrum veltivigtarmeistarinn Georges St. Pierre mun leika aðalhlutverkið í endurgerðinni á hinni klassísku Kickboxer. Upprunalega myndin skartaði Jean-Claude Van Damme í aðalhlutverki og mun Kanadamaðurinn feta í fótspor hans í Kickboxer.

Svo virðist vera að George St. Pierre ætli sér að sigra Hollywood eftir farsælan feril sinn í MMA. Fyrr á árinu lék hann í sínu fyrsta stóra hlutverki í leiklistinni þegar hann tók að sér hlutverk Batroc í Captain America: Winter Soldier. Þar fékk hann að sýna færni sína á sviðum blandaðra bardagalista í nokkrar mínútur þegar hann barðist við Kapteininn sjálfan á silfur tjaldinu. Þetta litla hlutverk hefur samt leitt til þess að nú hefur hann samið um að leika í endurgerð hinnar sígíldu Kickboxer sem kom út árið 1989.

Þetta er töluvert stærra hlutverk en hann fékk Í Captain America: Winter Soldier en þar talaði persóna hans aðeins frönsku sem var honum til hags þar sem franskan er hans móðurmál. Það verður því gaman að sjá hvernig honum á eftir að takast að spreyta sig í enskunni, en hún hefur oft á tíðum verið smá bjöguð hjá honum. Það má samt segja að ensku kunnáttan hafi ekki stöðvað neinn af níunda áratugs harðjöxlunum líkt og Arnold Schwarzenegger og sjálfri stjörnu hinnar upprunalegu Kickboxer Jean-Claude Van Damme.

Hver veit nema George St. Pierre verði næsti Jean-Claude Van Damme? Við hérna hjá MMA Fréttum getum ekki beðið eftir að sjá kappann spreyta sér í hlutverkið, enda er alltaf gaman að sjá MMA bardagakappa vegna vel eftir að ferill þeirra í íþróttinni tekur enda.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular