0

Er Khamzat Chimaev meiddur?

Hávær orðrómur hefur verið á kreiki þess efnis að Khamzat Chimaev geti ekki barist gegn Leon Edwards í janúar.

Mikil spenna ríkir fyrir bardaga Leon Edwards og Khamzat Chimaev. Upphaflega áttu þeir að mætast í desember en Edwards fékk kórónuveiruna og þurfti að draga sig úr bardaganum.

Bardaginn var aftur settur saman og á nú að fara fram miðvikudaginn 20. janúar á bardagaeyjunni í Abu Dhabi. Nú herma fregnir að Chimaev þurfi að bakka úr bardaganum samkvæmt sænska miðlinum Front Kick. Ekki er vitað hvers vegna og gætu þetta verið meiðsli eða veikindi. Rússneski miðillinn RT hefur síðan staðfest fréttir Front Kick.

<

UFC hefur ekkert tjáð sig um stöðu Chimaev og er þetta einungis orðrómur að þessu sinni. Bardagakvöldið þann 20. janúar er ekki lengur að finna á UFC.com á meðan bardagakvöldin þann 16. janúar og 23. janúar eru á sínum stað.

Chimaev átti frábært ár 2020 og vann alla þrjá bardaga sína gríðarlega sannfærandi. Bardagi gegn Leon Edwards er stór prófraun fyrir hann og nú er spurning hvort honum verði frestað aftur.

Pétur Marinó Jónsson

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.