Conor McGregor klæddist áhugaverðum pels á blaðamannafundinum í gær. Hefur klæðnaður hans í vikunni verið skírskotun til Biggie Smalls og Joe Frazier eða er þetta bara tilviljun?
Fyrr í vikunni klæddist Conor McGregor litríkri peysu sem minnti um margt á peysu sem rapparinn Biggie Smalls klæddist. Biggie Smalls, einnig kallaður The Notorious B.I.G., var fæddur og uppalinn í New York. ‘The Notorious’ Conor McGregor gengur auðvitað alltaf í búrið undir laginu Hypnotize með Biggie Smalls.
Á blaðamannafundinum í gær var Conor í hvítum pels og í rauðri rúllukragapeysu undir. Þetta er eiginlega of líkt fatnaði Joe Frazier til að vera tilviljun.
Goðsögnin í boxinu mætti Muhammad Ali þrisvar og fór annar bardagi þeirra fram í Madison Square Garden í New York líkt og UFC 205. Frazier mætti í þessum hvíta pels í viðtali fyrir bardagann gegn Ali í New York árið 1974.
Pelsinn hjá Conor hefur sennilega verið keyptur skömmu fyrir blaðamannafundinn enda var verðmiðinn ennþá á pelsinum eins og sést hér.