Brett Okomoto hjá ESPN heldur því fram að Gunnar Nelson mæti Alex ‘Cowboy’ Oliveira á UFC 231 í Kanada. Okomoto segir að bardaginn sé nánast staðfestur og muni fara fram þann 8. desember.
Brett Okomoto er vel tengdur í MMA heiminum en hann greindi frá þessu á Twitter í gærkvöldi.
Per sources, UFC close to finalizing a welterweight bout between Gunnar Nelson and Alex ‘Cowboy’ Oliveira for UFC 231 on Dec. 8 in Toronto. Fun addition to a card I’m already in love with between Holloway/Ortega and Valentina/Joanna.
— Brett Okamoto (@bokamotoESPN) October 24, 2018
UFC 231 fer fram í Toronto í Kanada og er nú þegar orðið ansi veglegt bardagakvöld. Tveir titilbardagar eru á dagskrá og væri ansi veglegt ef Gunnar myndi enda þar.
Hinn brasilíski Alex ‘Cowboy’ Oliveira er í 13. sæti styrkleikalistans og hefur unnið fjóra af síðustu fimm bardögum sínum. Hann er duglegur að klára bardaga sína og er með 13 sigra eftir rothögg. Oliveira hefur barist fjórum sinnum síðan Gunnar barðist síðast og hefur verið að klífa upp metorðastigann síðan hann kom í UFC árið 2015.
Gunnar hefur ekkert barist síðan hann tapaði fyrir Santiago Ponzinibbio í júlí í fyrra í umdeildum bardaga. Gunnar átti að mæta Neil Magny í Liverpool í maí en þurfti að draga sig úr bardaganum vegna meiðsla.
Ekkert af þessu hefur þó verið staðfest af hálfu UFC og því einungis getgátur á þessu stigi.