spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaEvrópumótið: Ætlaði að slíta af honum höndina

Evrópumótið: Ætlaði að slíta af honum höndina

BJarki Ómarsson fagnar sigri.
BJarki Ómarsson fagnar sigri.

Seinni dagur Evrópumótsins í MMA fór fram í dag. Þrír Íslendingar eru komnir í undanúrslit á mótinu sem klárast á sunnudaginn.

Líkt og í gær heyrðum við í Jóni Viðari Arnþórssyni frá Birmingham og fengum góða lýsingu á bardögunum.

Bjarki Ómarsson lenti á móti mjög sterkum glímumanni frá Barein að nafni Ali-Ebrahim-Qasim. Bjarki hræddi hann með spörkunum og höggunum sínum og reyndi Quasim hvað hann gat að ná fellu sem tókst þó ekki. Í 2. lotu náði Bjarki bakinu á honum og raðaði inn höggunum þar til dómarinn stöðvaði bardagann. Tæknilegt rothögg hjá Bjarka. Mjög flott frammistaða frá Bjarka og var hann sáttur með frammistöðuna.

Bjarki átti fyrir höndum annan bardaga í dag og var hann þreyttur fyrir seinni bardagann og varð fljótt móður í upphituninni. Þetta var þriðji bardaginn hans á tveimur dögum og gríðarlega erfitt að taka svona marga bardaga á stuttum tíma.

Í seinni bardaganum lenti hann á móti Norðmanninum Geir Kare Cemsoylu. Cemsoylu var mjög góður standandi, góður glímumaður og sterkur bardagamaður. Bardaginn var nokkuð jafn en Cemsoylu hafði þó yfirhöndina. Bjarka tókst tvívegis að vanka Norðmanninn. Fyrsti með yfirhandar hægri í 2. lotu og svo með svakalegu haussparki í 3. lotu. Í lok bardagans var Bjarki með „armbar“ og yfirspennti hann olnbogann svo mikið að flestir héldu að bardaginn yrði stoppaður. Því miður rann höndin út og klukkan pípaði til marks um lok lotunnar.

Bjarki tapaði því eftir dómaraúrskurð í frábærum bardaga að sögn viðstaddra.

bjarki þór instagram
Bjarki Þór er kominn í undanúrslit.

Bjarki Þór Pálsson mætti fyrst Ítalanum Eshan Ghandchiller. Ítalanum tókst að vanka Bjarka Þór í fyrri lotunni en Bjarki sigraði þó lotuna. Í seinni lotunni náði Bjarki „arm triangle“ tiltölulega snemma í lotunni. Bjarki notaði fellurnar sínar og reif hann niður í báðum lotunum.

Bjarki var í þokkalegu standi eftir fyrri bardagann en þó með eymsli í olnboganum.

Í seinni bardaganum lenti Bjarki Þór á móti Frakkanum Christophe Choteau. Frakkinn var mjög góður standandi og átti Bjarki í smá erfiðleikum með hann standandi. Bjarki reif hann því tvisvar niður í fyrstu lotu og hafði mikla yfirburði út lotuna. Hann raðaði inn höggunum en þegar skammt var eftir af lotunni fór hann í harðan „armbar“.

Bjarki ætlaði ekki í 2. lotu og ætlaði eiginlega bara að slíta af honum höndina. Það small í olnboga Frakkans sem yfirspenntist en okkar maður fór strax til hans eftir bardagann til að athuga hvort ekki væri í lagi með hann.

Bjarki Þór er því kominn í undanúrslit í einum stærsta flokk mótsins. Bjarki hefur hreint út sagt lítið ótrúlega vel út í keppninni.

Egill Øydvin Hjördísarson mætti Tencho Karanev frá Búlgaríu í léttþungavigt. Karanev er frábær glímumaður og var planið hans Egils að halda honum frá sér. Þeim lenti þó saman mjög snemma og náði Búlgarinn Agli niður. Egill náði að snúa stöðunni við og endaði ofan á í „mount“ í smá stund þar til Búlgarinn spyrnti honum af sér af krafti.

Þeir stóðu upp og fór Búlgarinn strax í aðra fellu. Karanev tókst svo að læsa „guillotine“ hengingu og snéri upp á kjálkann og neyddist Egill til að tappa út.

bjartur immaf
Bjartur Guðlaugsson.

Bjartur Guðlaugsson mætti Bretanum Connor Hitchens. Bretinn er ungur og efnilegur bardagamaður og góður á öllum vígstöðum bardagans. Flestar loturnar voru mjög svipaðar þar sem Bretinn náði Bjarti niður með öflugum fellum og stjórnaði honum í gólfinu. Hitchens reyndi nokkrar hengingar en það er alltaf erfitt að hengja Bjart. Bretanum tókst þó að ná hengingunni að lokum og læsti „rear naked choke“ í 3. lotu. Bjartur barðist allan tímann eins og ljón gegn góðum andstæðingi en mátti sætta sig við tap.

sunna rannveig immaf
Sunna Rannveig með sigur.

Sunna Rannveig Davíðsdóttir keppti sinn fyrsta bardaga á mótinu í dag. Hún mætti ítalskri stelpu, Ilaria Norcica, og hafði yfirhöndina allan tímann. Sunna hafði betur standandi og í gólfinu, náði bakinu nokkrum sinnum og náði topp stöðu í hverri lotu. Það var erfitt fyrir Sunnu að ná þungum höggum á ítölsku stelpuna sem ríghélt í Sunnu. Sunna átti allan bardagann og er komin í undanúrslit.

inga birna immaf
Inga Birna.

Inga Birna Ársælsdóttir mætti hinni finnsku Varpru Rinnen. Inga stóð sig hrikalega vel í nokkuð jöfnum bardaga. Rinnen var sterkari og stærri, hékk utan í Ingu og hélt henni. Inga átti erfitt með að gera nokkuð en náði þó þremur háspörkum sem smullu í höfuð Rinnen. Inga stóð sig vel standandi gegn henni og var finnska liðið hissa að þetta skyldi hafa verið fyrsti bardagi Ingu. Mjög góð frammistaða frá Ingu í hennar fyrsta MMA bardaga.

pétur jóhannes immaf
Pétur Jóhannes með sigur í sínum fyrsta MMA bardaga.

Þungavigtarmaðurinn Pétur Jóhannes Óskarsson mætti nagla frá Búlgaríu, Yordan Ivanov. Pétur var hærri en Búlgarinn sem reyndi hvað hann gat til að bomba í Pétur. Búlgarinn náði að hitta einu sinni en Pétur tók hann niður upp við búrið. Pétur var þungur ofan, sló aðeins í hann og fór svo í beinan „armbar“. Búlgarinn tappaði út eftir 2:34 í fyrstu lotu. Vel gert hjá Pétri í hans fyrsta MMA bardaga.

 

Þau Sunna, Pétur og Bjarki Þór eru öll komin í undanúrslit sem fara fram á morgun. Svo gæti verið að undanúrslitin eða úrslitin verði sýnd í beinni útsendingu á Fight Pass rás UFC. Það á þó eftir að koma betur í ljós síðar.

 

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular