0

Fabricio Werdum berst ekki á UFC 196 – Enginn titilbardagi

werdum titillFabricio Werdum hefur ákveðið að berjast ekki á UFC 196 gegn Stipe Miocic. Í gær dró Cain Velasquez sig úr bardaganum og kom Stipe Miocic í hans stað en nú hefur Werdum einnig hætt við.

Þungavigtarmeistarinn Fabricio Werdum segist einnig vera meiddur og hefur þess vegna ákveðið að draga sig úr bardaganum líkt og Velasquez gerði í gær. Í samtali við MMA Fighting fyrr í dag segist Werdum einnig vera meiddur.

Sjá einnig: Velasquez meiddur – Stipe Miocic mætir Werdum í hans stað

„Ég var nú þegar meiddur. Ég er meiddur á fæti og hef ekki getað sparkað í tvær vikur. Ég hefði barist við Cain þrátt fyrir meiðslin en ég var líka meiddur þegar ég mætti Cain síðast. Ég meiddi mig einnig í bakinu á föstudaginn. Ég reyndi að halda áfram en ég gat ekki sparrað eins og ég vil sparra,” sagði Werdum.

„Ég ákvað að berjast ekki þar sem ég er ekki 100%. Ef Cain hefði verið andstæðingurinn hefði ég haldið áfram. Þetta er ekki honum að kenna, þetta er engum að kenna. Meiðsli koma fyrir og þú getur ekki forðast þau. Ég á engra kosta völ. Ég tók þessa ákvörðun þar sem ég er ekki 100%.”

Werdum kveðst vera dálítið ringlaður yfir þessu öllu saman. „Ég tók þessa ákvörðun með liðinu mínu. Við ákváðum að berjast ekki. Cain getur ekki barist. Ég ætlaði að fela meiðslin enn einu sinni líkt og ég geri alltaf. Ég reyndi að fela meiðslin en það var ekki hægt að þessu sinni. Ég get ekki barist ef ég er ekki 100% og sýnt það sem ég get fyrir aðdáendur eins og ég geri alltaf.“

Werdum segist vera tilbúinn að berjast eftir tvo til þrjá mánuði og væri til í að mæta Velasquez eða Stipe Miocic.

„Það tók mig langan tíma að komast hingað þar sem ég er í dag. Að verða meistari og kasta því öllu á glæ af því ég er ekki 100% er ekki skynsamlegt. Ég þarf að hugsa fyrir öllu núna, ég get ekki hugsað og hagað mér eins og þegar ég var tvítugur. Það er allt breytt núna. Ég er 38 ára og er á hátindi ferilsins og því get ég ekki lagt það í hættu út af stoltinu mínu,“ sagði Werdum að lokum.

Það verður því enginn titilbardagi á UFC 196 eins og upphaflega var gert ráð fyrir. Eins og staðan er núna er bardagi Johny Hendricks og Stephen Thompson aðalbardagi kvöldsins.

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is

-Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ)
-BS í sálfræði
-Lýsi UFC á Stöð 2 Sport
-MMA fíkill
Pétur Marinó Jónsson

Comments

comments

Pétur Marinó Jónsson

Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í 6 ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Stöð 2 Sport -MMA fíkill

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.