Sunday, September 8, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFabricio Werdum næstum dáinn í Mexíkó

Fabricio Werdum næstum dáinn í Mexíkó

werdumÞar skall hurð nærri hælum. Fabricio Werdum sem er að fara keppa um þungarvigtartitilinn gegn Cain Velasques þann 15. nóvember ákvað að færa æfingarbúðir sínar til lítils þorps í Mexíkó til að undirbúa sig fyrir bardagann. Þetta var ákvörðun sem kostaði hann nærri lífið.

Eigendur æfingarbúðana höfðu útvegað Werdum og æfingarfélögum hans gasknúin rafal. Vanalega eru slíkt tæki geymd úti en þennan höfðu þeir sett inn í æfingarhúsnæðið. Werdum segir að sér hafi ekki verið leiðbeint að slökkva á tækinu fyrir svefn og vaknaði hann því um miðja nótt með dúndrandi höfuðverk og átti erfitt með að anda. Þá hafði gasið frá raflinum fyllt upp allt æfingarhúsið og voru allir þar inni nálægt því að kafna eða deyja úr kolmónoxíð eitrun. Sem betur fer náði bróðir Werdum að rífa sig upp á lappir og slökkva á tækinu sem var næstum því búið að gera út af við þá alla. Í kjölfarið fóru þeir svo upp á spítala en eftirköst eitrunarinnar voru niðurgangur og ælupest.

Þeir geta þó prísað sig sæla að ekki fór verr þar sem læknirinn taldi að ef þeir hefðu verið þarna inni í tvær klukkustundir til viðbótar hefðu þeir allir dáið úr kolmónoxíð eitrun. Það kaldhæðna við þetta er að ástæðan fyrir að Werdum vildi hafa æfingarbúðirnar í þessu litla þorpi var til að geta fengið smá ferskt loft.

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular