Wednesday, September 18, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaMyndband af rothöggi Magnúsar og ítarlegri lýsing á bardögunum

Myndband af rothöggi Magnúsar og ítarlegri lýsing á bardögunum

strákarnir í AVMA
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Eins og við greindum frá í gær sigruðu Mjölnismennirnir þrír bardaga sína í gær. Hér má sjá ítarlegri lýsingu á bardögunum og myndband af glæsilegu rothöggi Magnúsar.

Bardagarnir voru áhugamannabardagar í MMA en þeir Bjarki Ómarsson, Bjarki Þór Pálsson og Magnús Ingi Ingvarsson kepptu allir í léttvigt.

Fyrstur af íslensku bardagamönnunum var hinn 19 ára Bjarki Ómarsson. Bardaginn var skemmtilegur og hafði Bjarki mikla yfiburði frá fyrstu sekúndu. Bjarki náði inn nokkrum mjög góðum höggum og má segja að þetta hafi verið eins manns sýning

Andstæðingur hans, Percy Hess, virtist smeykur við Bjarka og fór í fellu. Bjarki náði að grípa um háls Hess og reyndi „guillotine“ hengingu en Hess náði að rétta úr sér og „slammaði“ Bjarka í gólfið og losnaði úr hengingunni. Hess var þar með ofan á í gólfinu og eftir nokkur högg frá Hess náði Bjarki að snúa stöðunni við. Stuttu eftir það náði Bjarki bakinu á Hess og svæfði hann með „rear naked choke“ hengingu. Frábær sigur hjá Bjarka en hann kláraði hann í fyrstu lotu líkt og hann var búinn að spá fyrir í Leiðinni að búrinu.

Magnús Ingi Ingvarsson mætti Ricardo Franco en hann var með um 16 bardaga að baki og reynslumikill andstæðingur. Franco hefur lengi æft box og sparkbox en náði ekki einu höggi á Magnús.

Magnús byrjaði bardagann afar vel og á fyrstu sekúndum bardagans kom Magnús með háspark sem rétt strauk höfuð Franco. Stuttu eftir það rotaði Magnús Franco með þungum vinstri krók og bardaginn búinn eftir aðeins 39 sekúndur.

Þetta er annar sigur Magnúsar í röð eftir rothögg með vinstri krók en eftir bardagann sagðist hann vera örlítið hissa á þessu þar sem hann er nú rétthentur. Þeir sem vilja fylgjast nánar með Magnúsi ættu að kíkja á Facebook síðu hans hér.

Bardagi Bjarka Þórs Pálssonar var titilbardagi AVMA samtakanna og mætti hann grjóthörðum núverandi meistara, Anthony Dilworth. Dilworth er góður boxari og skiptust þeir á þungum höggum í upphafi lotunnar svo úr varð smá „sluggfest“. Dilworth náði Bjarka niður og náði inn nokkrum höggum í gólfinu en Bjarki náði að standa upp og héldu þeir áfram að boxa. Þeir tókust á í „clinchinu“ þar sem Bjarki náði þungum hnéspörkum en í lok lotunnar náði Bjarki fellu þar sem hann lyfti Dilworth hátt í loft og skellti honum harkalega á gólfið. Fyrsta lotan mjög jöfn en líklegast sigraði Bjarki þá lotu.

Í 2. lotu byrjuðu þeir að skiptast á höggum líkt og í fyrstu lotu áður en Bjarka tókst að ná fellu. Eftir afar þung högg í gólfinu frá Bjarka þar sem hann vankaði Dilworth náði Bjarki bakinu á Dilworth og læsti „rear naked choke“ hengingu. Dilworth neyddist til að gefast upp og sigraði Bjarki Þór sitt þriðja belti eftir hengingu í 2. lotu. Frábær sigur hjá Bjarka gegn öflugum andstæðingi. Þetta var hans síðasti áhugamannabardagi en Bjarki mun næst berjast atvinnumannabardaga. Hægt er að fylgjast nánar með Bjarka Þór á Facebook síðu hans hér.

Jón Viðar Arnþórsson, einn af þjálfurum Keppnisliðs Mjölnis og formaður Mjölnis, var með í för og var að vonum ánægður með frammistöðuna. „Þetta er ein flottasta frammistaða í sögu Mjölnis. Kláruðu allir sína bardaga og voru allir frábærlega vel undirbúnir, bæði líkamlega og andlega. Ég get bara ekki beðið eftir framhaldinu.“

Þetta er frábær árangur hjá strákunum en þeir leggja gríðarlega hart að sér. MMA Fréttir óskar þeim til hamingju með þennan frábæra árangur!

spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular