Bardagaklúbburinn Fenrir á Akureyri mun halda glímumót þann 10. október á Akureyri. Keppt verður í galla (Gi) og geta öll félög sem eru hluti af BJJ sambandi Íslands eða Júdósambandi Íslands sent keppendur til leiks.
Keppt verður í bæði fullorðins- og unglingaflokkum á mótinu. Í fullorðinsflokkum verður keppt í fjórum þyngdarflokkum karla og þremur þyngdarflokkum kvenna. Í unglingaflokkum verða tveir þyngdarflokkar í drengjaflokki og tveir í stúlknaflokki (sjá þyngdarflokkana neðar).
Mótið fer fram í Hrafnagilsskóla og verður keppt á tveimur völlum. Vigtun fer fram föstudaginn 9. október milli 18-19 og er vigtað í galla en einnig er hægt að vigta sig inn á mótsdag. Keppnisgjald eru 1500 kr. Þetta er í annað sinn sem Fenrir Open fer fram en fyrsta mótið fór fram í júlí 2013.
Flest hefðbundin uppgjafartök eru leyfð en snúandi fótalásar eru bannaðir. Nánari upplýsingar um leyfð uppgjafartök má finna á viðburðinum hér.
Stigagjöfin verður með aðeins öðruvísi hætti en gengur og gerist á IBJJF mótum:
Stigagjöf:
3 stig: Takedown í yfirburðarstöðu
3 stig: Guard pass
3 stig: Sweep/reversal í yfirburðarstöðu
2 stig: Takedown sem endar ekki í yfirburðarstöðu
2 stig: Sweep/reversal sem endar ekki í yfirburðarstöðu
Yfirburðarstaða er sidecontrol, mount, backmount eða north/south. Ekki eru gefin stig fyrir að ná mount eða backmount.
Eins og áður segir verður keppt í nokkrum þyngdarlokkum fullorðinna og unglinga en hér að neðan má sjá flokkana:
Þyndarflokkar:
Fullorðinsflokkar kvenna: +76 -76 -66
Fullorðinsflokkar karla: +95 -95 -85 -75
Stúlknaflokkar: +50 -50
Drengjaflokkar: +65 -65
Keppni hefst kl 10:30 en skráning á mótið skal berast á fenrir@fenrirmma.is eigi síðar en fimmtudaginn 8 október.