Thursday, October 3, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFenrir sópaði að sér verðlaunum á NAGA um helgina

Fenrir sópaði að sér verðlaunum á NAGA um helgina

 

fenrir mma 2
Mynd tekin af heimasíðu Fenris, www.fenrirmma.is

Fjórir keppendur frá Fenri tóku þátt á NAGA UK Championship mótinu sem fram fór í Birmingham um helgina. Óhætt er að segja að þau hafi staðið sig frábærlega en Akureyringarnir fengu níu verðlaun um helgina.

NAGA stendur fyrir North American Grappling Association og sérhæfir sig í að halda BJJ mót í Bandaríkjunum og Evrópu. NAGA eru stór glímusamtök og keppa yfir 200.000 keppendur á mótum þeirra á hverju ári.

Á laugardeginum fór nogi (án galla) hluti mótsins fram. Í nogi hluta NAGA mótanna er keppendum skipt í fjögur getustig: Novice (6 mánaða glímureynsla eða minna), Beginner (6 mánaða til tveggja ára glímureynsla), Intermediate (tveggja til fimm ára glímureynsla, blá belti), Expert (meira en fimm ára glímureynsla, fjólublá, brún og svört belti teljast vera Expert). Einnig er skipt eftir aldri en 18-30 ára keppa í fullorðinsflokki, 30-40 ára í master, 40-50 í Director og 50 ára og eldri í Executive.

Ása Karen Guðmundsdóttir keppti í Master Intermediate í flokki blábeltinga og nældi sér í silfurverðlaun. Fjólublábeltingurinn Halldór Logi Valsson tók þátt í +97 kg Expert flokknum og náði bronsverðlaunum en hann varð að draga sig úr keppni vegna meiðsla á öxl. Ingþór Örn Valdimarsson tók þátt í Master 85-91 kg þyngdarflokknum og sigraði sinn flokk. Ingþór fékk að launum NAGA gullbelti. Jóhann Ingi Bjarnason keppti einnig í sama þyngdarflokki og Ingþór, þó í fullorðinsflokki. Jóhann sigraði flokkinn og fékk einnig NAGA gullbelti að verðlaunum. Nogi dagurinn var því frábær hjá Fenrisfólkinu, en þau voru bara rétt að hefja sigurgöngu sína.

Í Gi hluta mótsins er skipt eftir beltum. Ása Karen keppti í flokki blábeltinga, þar sem hún hafnaði í 3. sæti. Þrátt fyrir meiðsli laugardagsins lét Halldór Logi ekki deigan síga og sigraði Super Heavyweight flokk fjólublábeltinga. Jóhann Ingi keppti í 79,3-90,7 kg flokki fjólublábeltinga þar sem hann hafnaði í öðru sæti. Ingþór Örn Valdimarsson keppti í master 79,3-90,7 kg flokki brúnbeltinga þar sem hann stóð uppi sem sigurvegari. Ingþór Örn gerði sér svo lítið fyrir og sigraði einnig opinn flokk brúnbeltinga.

Frábær árangur hjá hópnum en eftir helgina hafði hópurinn sankað að sér fjórum gullbeltum og verðlaunapeningum sem sjá má hér að neðan.

fenrisgull
Mynd tekin af heimasíðu Fenris, www.fenrirmma.is

 

spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -spot_img

Most Popular