spot_img
Monday, November 25, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFer eins fyrir Jacare í nýjum flokki líkt og hjá Rockhold og...

Fer eins fyrir Jacare í nýjum flokki líkt og hjá Rockhold og Weidman?

Yoel Romero Jacare Souza
Mynd: Kjartan Páll Sæmundsson.

Ronaldo ‘Jacare’ Souza berst sinn fyrsta bardaga í léttþungavigt UFC á laugardaginn. Jacare er ekki sá fyrsti til að fara upp í léttþungavigt á síðustu árum og spurning hvernig honum muni vegna í stærri flokki.

Jacare mætir Jan Blachowicz í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Sao Paulo á laugardaginn. Jacare fer úr millivigt í léttþungavigt en nokkrir bardagamenn hafa tekið stökkið upp á síðustu árum. Anthony Smith og Thiago Santos gekk vel eftir að hafa farið upp í léttþungavigt en báðir fengu þeir titilbardaga gegn Jon Jones eftir þrjá sigra í röð.

Luke Rockhold og Chris Weidman fóru líka upp í léttþungavigt en báðir voru þeir rotaðir í sínum fyrsta bardaga í léttþungavigt. Jacare fer núna gegn stærri og höggþyngri manni en hann er vanur. Jacare segir að honum hafi alltaf gengið vel í jiu-jitsu gegn þyngri mönnum en bardagi í UFC er allt annað.

Ólíkt Rockhold og Weidman er Jacare ekkert að tala um titilbardaga. Hann veit ekki heldur hvort að hann verði áfram í léttþungavigt eftir þennan bardaga.

Jacare var þreyttur á að bíða eftir bardaga í millivigt og vildi því prófa bardaga í léttþungavigt. Hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér en Jacare er 39 ára gamall og segir niðurskurðinn verða erfiðari og erfiðari.

Það verður athyglisvert að sjá hvernig Jacare muni vegna í léttþungavigt á laugardaginn. Síðast þegar við sáum Blachowicz rotaði hann Rockhold í 2. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular