Jon Jones virðist vera með augun á þungavigtinni miðað við færslur hans á Twitter síðustu daga. Jones beinir sjónum sínum að Francis Ngannou.
Léttþungavigtarmeistarinn Jon Jones hefur lengi talað um að fara upp í þungavigt en aldrei látið verða af því. Síðustu daga hefur hann talað um að fara upp í þungavigt til að mæta Francis Ngannou.
That’s me right before the OSP fight. That was the biggest I had ever been and actually my first fight fighting under USADA‘s guidelines. I was 240 pounds in that picture, right around the weight I’ll probably be when I win the heavyweight championship of the world. https://t.co/q84LPpzSMd
— Jon Bones Jones (@JonnyBones) May 19, 2020
Who would you guys consider the quicker and more technical striker Thiago Santos or Francis? If you guys think I wouldn’t take this fight you’re insane. I have absolutely nothing else to prove as a light heavyweight. I’d love that big money fight right around now. Send the deal
— Jon Bones Jones (@JonnyBones) May 14, 2020
How real it seemed to you my friend?!#UFCJAX https://t.co/SUzdnXwSBk
— Francis Ngannou (@francis_ngannou) May 14, 2020
Seemed so real Francis, all that power means nothing when your hay makers are too slow. I’m not most my friend https://t.co/co6uSqzRSm
— Jon Bones Jones (@JonnyBones) May 14, 2020
If you think you can handle my technique level that’s fine 🤷♂️ but I agree with you that you don’t have anything to prove in LHW division and that this should be for bags 💰💰💰💰💰💰💰 https://t.co/PtD04F3aSl
— Francis Ngannou (@francis_ngannou) May 14, 2020
Everyone will call you crazy until you pull it off. Remember that young people
— Jon Bones Jones (@JonnyBones) May 19, 2020
Send The Deal
— Jon Bones Jones (@JonnyBones) May 18, 2020
Francis Ngannou hefur tekið vel í áskorun Jones en á endanum virðist þetta snúast um peninga. Jones hefur áður sagt að ef hann á að fara upp í þungavigt verður það að vera peninganna virði og spurning hvort UFC sendi honum gott tilboð.
Ef Jones fer ekki upp í þungavigt eru tveir mögulegir andstæðingar líklegir í léttþungavigt fyrir hann – Dominick Reyes og Jan Blachowicz. Bardagi Jones og Reyes var hnífjafn á árinu en margir telja að Reyes hafi unnið. Blachowicz hefur unnið sjö af síðustu átta bardögum sínum og er kominn framarlega í goggunarröðinni eftir sigur gegn Corey Anderson.
Nokkrar veðmálasíður hafa þegar búið til stuðla fyrir bardaga Jones og Ngannou og þar er Ngannou sigurstranglegri. Jones hefur alltaf verið sigurstranglegri hjá veðbönkum fyrir bardaga sína síðan hann mætti Stephan Bonnar í sínum öðrum bardaga í UFC.
Hugsanlega leiðist Jon Jones bara í samgöngubanninu og er einungis að stríða MMA aðdáendum. Það er þó ljóst að ef bardagi Jones og Ngannou færi fram yrði það einn stærsti bardagi ársins.