spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeErlentFer Jones loksins upp í þungavigt og mætir Francis Ngannou?

Fer Jones loksins upp í þungavigt og mætir Francis Ngannou?

Jon Jones virðist vera með augun á þungavigtinni miðað við færslur hans á Twitter síðustu daga. Jones beinir sjónum sínum að Francis Ngannou.

Léttþungavigtarmeistarinn Jon Jones hefur lengi talað um að fara upp í þungavigt en aldrei látið verða af því. Síðustu daga hefur hann talað um að fara upp í þungavigt til að mæta Francis Ngannou.

Francis Ngannou hefur tekið vel í áskorun Jones en á endanum virðist þetta snúast um peninga. Jones hefur áður sagt að ef hann á að fara upp í þungavigt verður það að vera peninganna virði og spurning hvort UFC sendi honum gott tilboð.

Ef Jones fer ekki upp í þungavigt eru tveir mögulegir andstæðingar líklegir í léttþungavigt fyrir hann – Dominick Reyes og Jan Blachowicz. Bardagi Jones og Reyes var hnífjafn á árinu en margir telja að Reyes hafi unnið. Blachowicz hefur unnið sjö af síðustu átta bardögum sínum og er kominn framarlega í goggunarröðinni eftir sigur gegn Corey Anderson.

Nokkrar veðmálasíður hafa þegar búið til stuðla fyrir bardaga Jones og Ngannou og þar er Ngannou sigurstranglegri. Jones hefur alltaf verið sigurstranglegri hjá veðbönkum fyrir bardaga sína síðan hann mætti Stephan Bonnar í sínum öðrum bardaga í UFC.

Hugsanlega leiðist Jon Jones bara í samgöngubanninu og er einungis að stríða MMA aðdáendum. Það er þó ljóst að ef bardagi Jones og Ngannou færi fram yrði það einn stærsti bardagi ársins.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular