spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFightstar 14: Birgir Örn með tæknilegt rothögg í 1. lotu

Fightstar 14: Birgir Örn með tæknilegt rothögg í 1. lotu

Mynd: Snorri Björns.

Birgir Örn Tómasson var rétt í þessu að vinna Stelios Theo á Fightstar bardagakvöldinu í London. Birgir kláraði Theo með tæknilegu rothöggi í 1. lotu.

Bardaginn fór fram í léttvigt og var fyrsti atvinnubardagi kvöldsins. Birgir hefur nú klárað alla þrjá atvinnubardaga sína með rothöggi og þar af tvo í 1. lotu.

Bardaginn byrjaði nokkuð fjörlega og var Birgir fljótur að finna hægri höndina sína. Eftir að Theo hafði fengið nokkrar hægri í sig fór hann í fellu og náði Birgi niður um skamma stund. Birgir gerði hins vegar vel í að koma sér upp við búrið og kom sér á lappir en át nokkur góð hné í skrokkinn frá Theo.

Theo var með Birgi upp við búrið en í stað þess að halda pressunni gerði hann þau mistök að bakka og gefa Birgi pláss. Þá byrjaði Birgir að sækja vel og át Theo nokkur góð högg og þar á meðal spark í skrokkinn. Birgir fann að Theo var meiddur og lét hann nokkur góð högg fylgja. Eftir þunga beina hægri í skrokkinn féll Theo niður og stöðvaði dómarinn bardagann eftir 3:11 í 1. lotu.

Frábær frammistaða hjá Birgi!

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular