spot_img
Wednesday, October 30, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFightstar 14: Diego með sigur eftir uppgjafartak í 2. lotu

Fightstar 14: Diego með sigur eftir uppgjafartak í 2. lotu

Diego Björn Valencia var rétt í þessu að vinna sinn bardaga á Fightstar eftir armlás í 2. lotu. Frábær sigur hjá Diego sem tók bardagann með aðeins nokkura daga fyrirvara.

Diego Björn Valencia mætti Dawid Panfil í 90 kg hentivigt í kvöld. Diego fékk bardagann staðfestan á þriðjudaginn og fékk því ekki mikinn tíma í undirbúning.

1. lota var fremur róleg og stóðu þeir lengi. Diego náði tveimur ágætis háspörkum en Panfil varðist þeim ágætlega. Panfil sótti í „clinchið“ upp við búrið en úr stöðunni náði Diego fellu. Diego hélt sér ofan á í dágóðan tíma en náði ekki að gera mikinn skaða og Panfil var ekki heldur að ógna mikið af bakinu.

Diego byrjaði 2. lotu strax á 4-5 spörkum. Diego virtist renna niður og fór Panfil niður í „guardið“ hjá Diego. Diego fór strax í armlás og var ekki langt frá því að klára en Panfil varðist vel. Skömmu síðar fór hann í „triangle“ og var fljótur að læsa hengingunni. Panfil reyndi að berjast um en þurfti að tappa út eftir armlás úr „triangle“ stöðunni að lokum. Diego sigraði því eftir armlás eftir 1:57 í 2. lotu.

Frábærlega vel gert hjá Diego að klára þetta verkefni eftir að hafa komið seint inn í bardagann. Diego var þriðji og síðasti af Íslendingunum en fyrr í kvöld kláraði Birgir Örn Tómasson sinn bardaga með tæknilegu rothögg í 1. lotu og Sigurjón Rúnar Vikarsson tapaði eftir tæknilegt rothögg í 3. lotu.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular