spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFightstar: Sigurjón tapaði eftir tæknilegt rothögg í 3. lotu

Fightstar: Sigurjón tapaði eftir tæknilegt rothögg í 3. lotu

Mynd: Snorri Björns.

Sigurjón Rúnar Vikarsson mætti Christian Knight á Fightstar 14 bardagakvöldinu í London fyrr í kvöld. Sigurjón tapaði eftir tæknilegt rothögg í 3. lotu.

Bardaginn fór fram í veltivigt en þetta var annar áhugamannabardagi Sigurjóns. Bardaginn byrjaði rólega þar sem báðir bardagamenn fikruðu sig áfram. Sigurjón náði þó glæsilegri yfirhandar hægri sem felldi Knight. Sigurjón reyndi að fylgja eftir með höggum í gólfinu en Knight varðist vel og tókst Sigurjóni ekki að gera mikinn skaða. Sigurjón hleypti Knight upp og hélt bardaginn þar áfram. Sigurjón fékk ágætis beina vinstri í sig í lok lotunnar en Sigurjón sigraði lotuna.

Í 2. lotu gerðist ekki mikið en Knight náði nokkrum skrokkhöggum í Sigurjón. Lotan var nokkuð jöfn og náði Sigurjón tvisvar að hitta ágætlega með hægri í lotunni.

Í 3. lotu náði Knight nokkrum þungum spörkum í skrokkinn á Sigurjóni sem meiddu Sigurjón. Sigurjón hörfaði og reyndi að verja sig á meðan hann var á flótta. Knight sótti ákaft og reyndi Sigurjón að verjast höggum Knight en dómarinn hafði séð nóg og stöðvaði bardagann.

Christian Knight sigraði því eftir tæknilegt rothögg í 3. lotu og er Sigurjón því 1-1 sem áhugamaður eftir kvöldið.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular