spot_img
Sunday, December 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFimm frá VBC á eitt stærsta Muay Thai mót í Evrópu

Fimm frá VBC á eitt stærsta Muay Thai mót í Evrópu

vbc team

Þann 27. mars fer fram Rumble of Väsby, sterkt Muay Thai mót í Svíþjóð þar sem fimm fræknir Íslendingar frá VBC MMA munu taka þátt. Þeir Sæmundur Ingi Margeirsson, Valdimar Jónsson, Viktor Freyr, Örnólfur Þór Guðmundsson og Þórður Bjarkar Árelíusson keppa.

Mótið er afar sterkt en þar munu fremstu keppendur í Evrópu keppa í Muay Thai. Þar á meðal er Heimsmeistari, Evrópumeistari og Norðurlandameistari. Fremstu Thai boxarar Evrópu keppa á kvöldinu en þar á meðal eru Sofia Olofsson, Evrópumeistari, Isa Tidsblad, heimsmeistari, og Simon Ogolla sem tók silfur á seinasta heimsmeistaramóti í Muay Thai.

Keppt verður í A, B, C og D flokkum í Muay Thai en mismunandi reglur og hlífar gilda í flokkunum. Þórður Bjarkar mun keppa sinn fyrsta B-bardaga gegn Nicklas Palmgren en þar má ekki hnjáa í andlit né nota olnboga. Einnig eru fimm þriggja mínútna lotur í B-flokki í staðinn fyrir þrjár í C-flokki. Þeir Valdimar, Viktor Freyr og Sæmundur Ingi keppa allir í C-flokki þar sem hjálmar og legghlífar eru notaðar. Örnólfur Þór keppir í D-flokki þar sem er einnig brynja fyrir líkamann. Allir mæta þeir andstæðingum frá Svíþjóð nema Þórður Bjarkar sem keppir gegn Tælendingi.

VBC MMA er að fara út að keppa í þriðja skiptið og setja þeir stefnuna hátt. Við náðum tali af Kjartani Vali Guðmundsyni formanni VBC MMA. „Stefnan var sett á að keppa oftar á þessu ári erlendis. Stefnan er þó sett á að halda mót hér á Íslandi og er unnið hörðum höndum að það verði að veruleika. Nú eru alltaf fleiri og fleiri sem vilja keppa í bardagalistum hér á Íslandi en þar sem Muay Thai og MMA keppnir eru ekki viðurkenndar sem íþróttir hér á landi er staðan erfið. Það er erfitt fyrir þá sem vilja keppa reglulega að fá frí í vinnu og skóla og ég tala nú ekki um fjármagnið sem fer í að fara út að keppa. Við höfum hins vegar verið heppnir að fá fría gistingu hjá VBC Stokkhólmi. Við stefnum þó á að fara út að lágmarki fjórum sinnum á ári og erum strax byrjaðir að undirbúa næstu ferð,“ segir Kjartan Valur.

Undirbúningur fyrir mótið er í fullum gangi og hefur gengið vel. „Strákarnir hafa verið duglegir að tileinka sér æfingarplönin sem þjálfarar setja upp. Ásamt því að æfa mikið af tækni fyrir Muay Thai og berjast sín á milli þá hafa þeir tekið vel á því í Spartanþrekinu sem undirbýr þá vel fyrir komandi átök í hringnum.“

Mótið er með þeim sterkustu í Evrópu í Muay Thai eða sparkboxi. „Ég myndi telja að þetta væri með öflugri kvöldum sem haldin eru í Evrópu. Svíarnir hafa alltaf verið sterkir í íþróttinni og er bardagasenan í Evrópu alltaf að styrkjast. Á bardagakvöldinu eru margir atvinnumannabardagar þar sem Svíar mæta Bretum. Mótið er haldið í Väsby en þar er þriðji VBC klúbburinn starfrækur.“

Við óskum VBC MMA góðs gengis í Svíþjóð en á næstu dögum munum við birta viðtal við Þórð Bjarkar.

spot_img
spot_img
spot_img
Brynjar Hafsteinsson
Brynjar Hafsteinsson
-Greinarhöfundur -Félagsfræðinemi HÍ -MMA-spekingur frá 1999 -Sparkboxari
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular