Thursday, June 13, 2024
spot_img
HomeForsíðaNokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Maia vs. LaFlare

Nokkrar ástæður til að horfa á UFC Fight Night: Maia vs. LaFlare

maia laflareÍ kvöld fer fram UFC Fight Night: Maia vs. LaFlare í Brasilíu. Meiðsli hafa breytt bardagakvöldinu verulega en engu að síður eru þar nokkrir áhugaverðir bardagar. Hér eru nokkrar ástæður fyrir því af hverju þú ættir að kíkja á bardagana.

  • Verður LaFlare áfram ósigraður: Ryan LaFlare hefur sigrað alla 11 bardaga sína í MMA og mætir Demian Maia. LaFlare er sterkur glímumaður á meðan Maia er einn besti gólfglímumaður veraldar. Það verður því áhugavert að sjá hvaða aðferð LaFlare ætlar að nota til að halda núllinu.
  • Styrkleikalistinn: Gunnar Nelson og Ryan LaFlare áttu að mætast í júlí í fyrra áður en LaFlare meiddist. Á undanförnum mánuðum hafa þeir skipt nokkrum sinnum um sæti á styrkleikalista UFC. Gunnar situr sem stendur í 15. sæti en LaFlare í því 14. og má ætla að LaFlare hverfi af listanum tapi hann í kvöld. Bardaginn gæti einnig gefið vísbendingu um hvernig bardagi LaFlare og Gunnars hefði farið í Dublin síðasta sumar.
  • Síðasti bardagi Josh Koscheck á ferlinum? Josh Koscheck mætir Erick Silva í kvöld og er þetta síðasti bardagi hans á núverandi samning hjá UFC. Hann hefur tapað síðustu fjórum bardögum í röð og gæti tap hér í kvöld þýtt endalokin á hans ferli. Hann hefur aldrei verið vinsælasti maðurinn í MMA en þetta verður 25. bardaginn hans í UFC og hefur hann átt góðan feril.
  • Erick Silva er aldrei í leiðinlegum bardögum: Velgengni Erick Silva í UFC hefur ekki farið eins og við var búist en hann hefur ekki enn tekist að sigra tvo bardaga í röð í UFC. Bardagar hans eru alltaf frábær skemmtun þar sem hann annað hvort rústar andstæðingi sínum í fyrstu lotu eða tapar í spennandi bardaga.
  • Fylgstu með: Gilbert Burns hefur vakið verðskuldaða athygli í UFC en hann hefur sigrað báða bardaga sína í UFC afar sannfærandi. Burns varð heimsmeistari í brasilísku jiu-jitsu árið 2011 og hefur nýverið tekið miklum framförum í sparkboxi undir handleiðslu Henri Hooft hjá Blackzilians. Burns átti upphaflega að mæta Josh Thomson og hefði það verið áhugaverð prófraun en Thomson meiddist og kemur Alex Oliveira í hans stað. Þá gæti einnig verið gaman að fylgjast með Andre Fili en hann gæti einnig náð langt á næstum árum. Fili æfir hjá Team Alpha Male og þykir mjög efnilegur.

Fyrsti bardagi kvöldsins hefst kl 23 í kvöld og geta Íslendingar horft á allt bardagakvöldið í gegnum Fight Pass. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst svo kl 2.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular