spot_img
Friday, November 22, 2024
Minigarðurinnspot_imgspot_imgspot_img
HomeForsíðaFimm stelpur keppa á Golden Girl Championship um helgina

Fimm stelpur keppa á Golden Girl Championship um helgina

Fimm Íslendingar eru skráðir til leiks á Golden Girl Championship í boxi sem fram fer um helgina. Mótið fer fram í Svíþjóð og eru 368 konur skráðar til leiks.

Mótið er aðeins fyrir konur og er þetta eitt stærsta kvenboxmót í heiminum með keppendur frá 32 löndum. Keppt er í ólympískum hnefaleikum og hefst mótið í dag.

Fimm íslenskar stelpur keppa á mótinu. Kara Guðmundsdóttir (HR/Mjölnir) keppir í -60 kg flokki, Kristín Sif Björgvinsdóttir (HR/Mjölnir) keppir í -75 kg flokki, Hildur Indriðadóttir (HFR) keppir í -69 kg flokki, Margrét Guðrún Svavarsdóttir (HFR) keppir í -81 kg flokki og Kara Sif Valgarðsdóttir (HFR) keppir í -46 kg flokki.

Kara Guðmundsdóttir keppir nú í kvöld um 18 leytið en upphaflega átti hún að keppa á morgun, laugardag, rétt eins og Kristín og Kara Sif.

Hægt er að horfa á bardagana á Knockout.no hér en aðgangur kostar 5 evrur á mánuði.

spot_img
spot_img
spot_img
Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

spot_img
spot_img

Most Popular