Friday, April 19, 2024
HomeErlentFjórir keppendur helgarinnar klikkuðu á vigtinni

Fjórir keppendur helgarinnar klikkuðu á vigtinni

UFC er með bardagakvöld annað kvöld þar sem þær Jessica Eye og Cynthia Calvillo mætast í aðalbardaga kvöldsins. Fjórir keppendur voru of þungir í vigtuninni í dag.

Mikið af bardögum helgarinnar voru bókaðir með skömmum fyrirvara sem gæti útskýrt hvers vegna svo margir klikkuðu í vigtuninni.

Jessica Eye var 126,25 fyrir 125 punda fluguvigtarbardaga hennar gegn Cynthia Calvillo. Eye var 0,25 pundum of þung en þetta er í annað sinn í röð sem Eye klikkar í vigtuninni. Eye átti erfitt með að standa í vigtuninni eins og sjá má hér að neðan. Calvillo var 126 pund en leyfilegt er að vera einu pundi yfir.

Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Marvin Vettori og Karl Roberson. Roberson var 190,5 pund fyrir 185 punda millivigtarbardagann og var því vel yfir þyngd en Vettori var 186 pund. Vettori og Roberson áttu að mætast í maí en þá þurfti Roberson að draga sig úr bardaganum vegna veikinda og náði ekki heldur vigt eins og í dag. Síðast var Roberson bara 1,5 pundi yfir og því spurning hvort bardaginn verði.

Síðast var Vettori gjörsamlega brjálaður þegar bardaginn féll niður. Þrisvar sinnum hefur bardaga Vettori verið frestað á árinu en ýmist hefur bardakvöldið fallið niður vegna kórónaveirunnar eða Roberson ekki náð vigt.

Zarrukh Adashev mætir Tyson Nam í 135 punda bantamvigt en þetta er frumraun Adashev í UFC. Adashev var 138,5 pund í vigtuninni en Nam náði vigt.

Darrick Minner hefur síðan dregið sig úr bardaganum gegn Jordan Griffin vegna veikinda. Minner kom aldrei í vigtunina en Griffin var með þeim fyrstu til að vigta sig og náði vigt.

Það kemur í ljós í kvöld hvort einhverjar breytingar verði gerðar á bardögunum laugardagsins.

Pétur Marinó Jónsson
Pétur Marinó Jónssonhttps://www.mmafrettir.is
Eigandi og ritstjóri vefsins www.mmafrettir.is -Æft bardagaíþróttir í einhver ár (fjólublátt belti í BJJ) -BS í sálfræði -Lýsi UFC á Viaplay
RELATED ARTICLES

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

- Advertisment -

Most Popular